Valsblaðið - 01.05.1996, Side 27

Valsblaðið - 01.05.1996, Side 27
Eftirvæntingarfullir Valsmenn fylgjast með gangi mála í leik gegn ÍR í Nissandeildinni. Kannski ættu 2 lió hreinlega ad falla niður um deild um áramót þjálfari muni gera ýmsar lagfæringar á leik liðsins á næstunni sem verða til góðs. Við erum með nokkra landsliðs- menn í liðinu sem hafa ekki verið að leika nægilega vel hingað til. Guðmundur Hrafnkelsson hefur ekki fundið rétta taktinn í markinu en hann varði hins vegar stórvel gegn Dönum á dögunum þegar hann virkilega þurfti þess með. Þegar menn eru búnir að vinna allt sem hægt er að vinna hér heima, hafa orðið Islandsmeistarar ár eftir ár, geta þeir vissulega misst niður einbeitingu, metnað og þann sigurvilja sem þarf til að klára heilt mót. Fáir sækja heimaleikina hjá okkur og það er fremur leiðinlegt að spila fyrir hálf- tómu húsi. Stundum hef ég á tilfinn- ingunni að það sé meiri metnaður í leikmönnum þegar þeir eru að spila upp á kók og prins á æfingum heldur en í leikjunum. Ég er ekki frá því að ein- hver tómleiki hafi komið yfir menn eftir að við misstum svo marga leik- menn og þeir jafnvel ekki lagt eins hart að sér á undirbúningstímabilinu og áður. Brotthvarf okkar bestu leikmanna var ekki bara missir á sameiginlegri handboltagetu þeirra heldur misstum við sterka persónuleika og leiðtoga innan vallar sem utan. Eftir standa góðir handboltamenn en þeir eru hugsanlega ekki sömu leiðtogar og hinir.” — Hefur ekki verið sérstaklega erfitt að manna stöðu Olafs Stefánssonar? „Menn miða skyttustöðuna alltaf við Ola og þess vegna hafa leikmenn kannski átt erfitt uppdráttar. Við eigum 17 ára strák, Daníel Ragnarsson, í þessari stöðu, sem er mun betur á sig kominn líkamlega en Olafur var á hans aldri. Daníel er virkilegt efni með skemmtileg skot og hefur alla burði til að ná langt. Ef við náum að stilla strengi okkar fram að úrslitakeppninni kvíði ég engu. Ingi Rafn er einn þeirra sem hafa ekki náð sér á strik í vetur. Hann hefur verið vanur því að vera „súpersub” í nokkur ár og kannski eru það viðbrigði fyrir hann að spila í 60 mínútur og vera sá sem á að leiða liðið að vissu leyti. Ingi á eftir að ná sér strik og það á við um fleiri. Liðin í deildinni eru ekki það sterk að við eigum alveg möguleika á að ná langt í vetur svo framalega sem menn fara að leika að eðlilegri getu.” — Er erfiðara að reka handknatt- leiksdeildina í vetur í ljósi lakari árangurs en áður? „ Auðvitað þyngir það róðurinn þegar illa gengur. Þetta ár er erfiðara en árið í fyrra hvort sem það er stöðu liðsins um áð kenna eða ekki. Það eru aðeins örfáir menn sem bera rekstur deildar- innar á bakinu, ef svo má að orði komast, og þeir, sem hafa verið að vinna með mér síðustu árin, eru famir að lýjast. Aðsókn á heimaleikjum Vals hefur verið fyrir neðan allar hellur og allar kynningar á leikjum hafa farið forgörðum. í hugum flestra er deildar- keppnin hálfgerð forkeppni og fólk bíður bara eftir úrslitakeppninni. Nei, ég er ekki ósáttur við þetta fyrirkomu- lag en við þurfum að fara að huga að því hvað við getum gert á miðju keppn- istímabili. Kannski mætta gera meira úr bikarkeppninni eða hreinlega hafa deil- darkeppnina þannig að um áramótin verði skipt um lið í deildinni. Tvö neðs- tu liðin myndu þá falla og tvö lið í 2. deild kæmu upp. Ef þetta fyrirkomulag væri við lýði hefðu liðin að einhverju að stefna strax og mun meiri metnaður væri fyrir hendi. Ég er sannfærður um að ef Valur hefði haft það yfir sér að falla í 2. deild um jólin hefði liðið fyrir löngu verið búið að rétta úr kútnum og gera betur. Það væri gaman að sjá svona breytingar eiga sér stað. Þá hef ég verið með tillögur um að leggja niður jafntefli en menn hafa blásið á það. Mér finnst menn ekki alveg gera sér grein fyrir því hver staða keppnisíþrótta á Islandi er. Hún er hrikaleg í samanburði við það sem 27

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.