Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 30

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 30
5. flokkur kvenna náði frábærum árangri á árinu. Liðið varð íslands- og Reykjavíkurmeistari, haustmeistari KRR, Nótatúnsmeistari og í 2. sæti á Pæjumótinu í Vcstmannaeyjum og sömulciðis á Gull- og silfurmótinu. Aftari röð frá vinstri: Elísabct Gunnarsdóttir þjálfari, Regína María Árnadóttir, Sandra Gísladóttir, Ragnhildur Erna Arnórsdóttir, Hjördís Harðardóttir, Arndís Arnardóttir, Dóra Stefánsdóttir, íris Björg Jóhannsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Edda Guðrún Svcrrisdóttir, Stefán Ásgrímsson umsjónarmaður flokksins, Osk Stefánsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Anna Svandís Karlsdóttir, Signý Heiða Guðnadóttir, Þóra Hjörleifsdóttir, Bergþóra Kvaran, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir, Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Rúna Rafnsdóttir, Björg Magnea Ólafs, Helga Harðardóttir og Christa Hlín Lehman. Á myndina vantar að- stoðarþjálfara flokksins Margréti Jónsdóttur og Arndísi Stefánsdóttur. Starfid er margt Ársskýrsla knattspyrnudeildar Stelpurnar báru af! Fyrir keppnistímabilið 1996 var gengið frá ráðningu Sigurðar Grétarssonar sem þjálfara meistaraflokks karla og var Ómar Rafnsson aðstoðarþjálfari. Nokkrar mannabreytingar höfðu orðið frá árinu áður. Valur Valsson og Hilmar Sighvatsson höfðu lagt skóna á hilluna og Davíð Garðarsson ákvað að leika með Þór Akureyri. Þá snéri Stewart Beards heim til Englands að nýju. Nokkrir nýir bættust í hópinn, svo sem Arnljótur Davíðsson, Nebora Corrovic, Stefán Metúsalem Ómars- son og Salih Heimir Porca. Liðið stóð sig framar vonum í fyrri umferðinni og töluðu flestir um að Valur væri það lið sem hefði komið hvað mest á óvart í deildinni - miðað við mannskap. I seinni umferðinni kom slæmur kafli og töpuðust margir leikir í röð. Undir lokin náði liðið að rétta úr kútnum og hafnaði að lokum í 6. sæti en sumarið 1995 hafnaði það í 7. sæti. Valur lék til úrslita á íslandsmótinu og Reykjavíkurmótinu innanhúss en tapaði báðum leikjunum. A Reykja- víkurmótinu utanhúss hafnaði liðið í 4. Stjórn knattspyrnudeildar Vals fyrir starfsárið 1996 var þannig skipuð: Kjartan Georg Gunnarsson formaður Lárus Valberg fulltrúi Vals í KRR Guðjón Magnússon formaður unglingaráðs Anna Vignir formaður kvennanefndar Þórarinn Gunnarsson Bjarni Jóhannesson Steingrímur Sigfússon Jón Tryggvi Jóhannsson Jón Sandholt Unglingaráð knattspyrnu- deildar var þannig skipað: Guðjón Magnússon, formaður Höskuldur Sveinsson Jóhannes Guðbjörnsson Júlíana Gísladóttir Agústa Kristleifsdóttir Stefán Ásgrímsson Sniári Þórarinsson Elín Rós Hansdóttir Einar Oddsson 30

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.