Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 37

Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 37
„Hvursu langt er að landa- mærunum, strákar?" Ari Allansson ætlaði ekki að skilja dropa eftir. best að fara. Kíktum aðeins í höllina þeirra. Örugglega ágætis stemmning þar þegar fullt er. Sama krókaleiðin, með aukakrókum, var farin til baka. Litlu munaði að við næðum til Hol- lands í eitt skiptið en einhver sér- fræðingurinn náði að afstýra því. Stefnt var til Luxemborgar þar sem gist var síðustu nóttina. Pyngja yngri leik- mannanna léttist nokkuð þegar menn gerðu upp herbergin því það kostar jú skildinginn að horfa á djarfar myndir. Þórður Guðjónsson endurgalt okkur stuðninginn og mætti á seinni leik okkar. Hann (leikurinn) var í jafnvægi fyrstu mínútumar. Svo kom slæmur kafli þar sem ekkert gekk upp og rúss- neska vélin setti í gang. Þeir gerðu út urn leikinn sem tapaðist með 8 marka mun. Við áttum svo sem ekkert von á því að komast áfram enda spilaði Donezk til úrslita í Evrópukeppninni í fyrra (eins og áður sagði). Strax eftir leikinn var keyrt til Lúxemborgar og gist á flugvallarhótelinu. Mönnum gafst því kostur á að skreppa niður í bæ, redda málunum og kaupa eitthvað handa konunni. I alla staði fín ferð, með góðri fararstjórn og móttökur heimamanna voru ágætar. Eyþór Guðjónsson Þórður Þorkelsson fékk glæsilegt heiðursskjal sem heiðursfélagi Vals. Reynir Vignir afhenti það á afmælisdaginn. Heiðursfélagi Vals Þórður Þorkelsson Á 85. ára afmæli Vals þann 11. maí síðastliðinn var Þórður Þorkelsson gerður að heiðursfélaga Vals. Hann er þar með kominn í hóp með Sigurði Ólafssyni, Úlfari Þórðarsyni, Jóni Eiríkssyni og Jóhannesi Bergsteins- syni, þeim mætu Valsmönnum. Þórður hefur unnið ómetanlegt starf fyrir Val á ýmsum vettvangi um áratuga skeið og undir hans stjórn voru mikilvægar og giftusamlegar ákvarðanir teknar. Þórður, sem er 71 árs, var formaður Vals á árunum 1970-1974, eiginkona hans heitir Svanhildur Guðnadóttir. Þórður var leikmaður með meist- araflokki Vals í handknattleik um 10 ára skeið en þá var keppt í Hálogalandi. Hann lék einnig með yngri flokkunum í knattspyrnu. M.a. með sigursælum 3. flokki Vals sem vann öll mót þrjú ár í röð og fékk ekki á sig eitt einasta mark. Meðal sam- herja hans vom Albert Guðmunds- son og Guðbrandur Jakobsson svo einhverjir séu nefndir. Þórður lék í nokkur ár með 1. flokki og var fyrirliði en hann segist ekki hafa verið nógu góður til að komast í meistaraflokk. Reyndar var hann búinn að kaupa sér hlut í fyrirtæki um tvítugt og var í því að gera við og sóla hjólbarða. Það tók hann fram yfir knattspymuna. Þórður kom inn í aðalstjóm Vals í for- mannstíð Úlfars Þórðarsonar og á 22 ár að baki í stjóminni. Sem formaður félagsins fékk hann það í gegn að stofnuð var körfuknattleiksdeild innan Vals. Fulltrúaráð Vals var reyndar mótfallið þessu en þá boðaði Þórður til aukafundar þar sem körfuboltinn var samþykktur sem grein innan Vals. Undir forystu hans var líka farið að æfa handknattleik í 3. flokki en áður voru bara til 2. flokkur og meist- araflokkur. Þá var það fyrir tilstilli hans og Magnúsar Helgasonar í Hörpu að Youri Ilitchev var ráðinn til Vals á áttunda áratugnum en fáir þjálf- arar hafa haft rneiri áhrif á leikmenn en einmitt hann. Þórður var formaður framkvæmda um byggingu grasvallar- ins að Hh'ðarenda og hafði ákveðnar hugmyndir um byggingu íþróttahúss áður en nýja íþróttahúsið var reist. Þórður var formaður fulltrúaráðs Vals í nokkur ár og á þar öruggt sæti ennþá. Hann var farsæll og eftirsóttur stjóm- armaður utan Vals. Hann átti stóran þátt í að íslensk getspá varð að veru- leika og var fyrsti formaður hennar. Þórður hefur gegnt fjölmörgum trú- naðarstörfum hjá ÍSÍ, verið þar í nefnd- um og ráðum og kornið ýmsu til leiðar. Hann átti sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ á uppgangstímum sambandsins. Þess má geta að hann er einn af heiðurs- félögum ÍSÍ. Þórður lætur sig aldrei vanta þegar kappleikir og ýmsar uppákomur eru að Hlíðarenda og eru fáir með stærra Valshjarta en hann. 37

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.