Valsblaðið - 01.05.1996, Side 5
Framtíð Vals! Þessir frísku sveinar stóðu sig vel með 6. flokki á Shellmótinu í Eyjum í sumar. Þarna hvíla þeir lúin
bein á innanhúsmótinu. Frá vinstri: Sverrir Norland, Jón Knútur Jónsson, Andrew og Ari Freyr Skúlason.
Eitt félag —
aukin samvinna stjórna og starfsmanna!
Reynir Vignir, formaður Vals, segir
frá nýju stjórnskipulagi félagsins.
„Um síðustu áramót varð stjóm Vals
ljóst að hljómgrunnur væri fyrir því að
gera breytingar á því skipulagi sem
verið hefur við lýði innan félagsins til
margra ára og setja fram nýtt skipulag
sem tekur til samvinnu stjóma hinna
ýmsu deilda félagsins og starfsmanna
þess. Undirbúningsvinnan hófst strax í
febrúar.
Akveðið var að vanda til verksins og
vom fengnir ráðgjafar frá Hagvangi
hf. til að stýra því. Undir þeirra stjóm
og með góðri almennri þátttöku stjóm-
armanna og félagsmanna vom settir á
laggimar vinnuhópar sem komu fram
með tillögur í einstökum málum. Þær
tillögur vom síðan lagðar fram og rædd-
ar á fundum í vor. I maí vom framtíðar-
skipulagstillögur samþykktar á almenn-
um félagsfundi. Tillögur sem sýndu
hvernig við sjáum stjórn félagsins
fyrir okkur árið 2000. Aðalstjóm var
jafnframt falið að ákveða í hvaða þrep-
um þær skyldu teknar upp.
Á fundi hinn 24. júní 1996 var síðan
samþykkt skipulag sem gilda skyldi
næstu árin og ákveðið var að taka það
upp strax og ráðnir höfðu verið hæfir
starfsmenn. Það tók nokkuð lengri tíma
en ætlað var en nú hefur verið gengið
frá ráðningu þeirra og sá síðasti hóf
störf 1. desember síðastliðinn. Okkur er
því nú ekkert að vanbúnaði að setja á
fulla ferð inn í framtíðina.
Undirtónninn í þessu öllu er sá að
Valur er eitt félag með samhentar
stjórnir og sameiginlega starfsmenn
þar sem samvinna ræður ríkjum en ekki
samkeppni milli deilda. Það skiptir
ekki máli hversu boltinn, sem notaður
er við æfingar og keppni, er stór hverju
sinni heldur hitt að þeir, sem nota hann,
eru Valsmenn og með það að
leiðarljósi að efla félag sitt bæði í leik
Tveir marksæknir og liprir! Baldur Þ.
Bjarnason húsvörður og Ingi Björn
Albertsson sem skoraði grimmt fyrir
old-boys í sumar.
og starfi. Því að taka upp nýtt skipulag
fylgir að stjórnarmenn, nefndir og ráð,
þ.e. við ÖII þurfum að temja okkur
breytt vinnubrögð. í sumum tilvikum
kallar þetta á meiri aga en að sjálfsögðu
5