Valsblaðið - 01.05.1996, Side 38
Þorlákur Árnason íþróttafulltrúi Vals.
Fjárfesting
til framtíðar!
Þorlákur Árnason, er nýskipaður íþróttafulltrúi Vals!
Hverra manna er kappinn? Hvar hefur hann sett
mark sitt? Og hvernig fellur honum starf
íþróttafulltrúa í geð?
Þorlákur Árnason, hinn nýráðni
íþróttafulltrúi Vals og þjálfari 2. flokks
karla í knattspymu, er Reykvíkingur í
húð og hár. Hann bjó reyndar í
Vestmannaeyjum frá 5 til 12 ára aldurs
og er ekki að sjá á „lundafari” hans að
það hafi breytt honum hið minnsta.
Þorlákur lék með yngri flokkum KR í
knattspyrnu og er af hinum margum-
talaða og ósigrandi ‘69 árgangi. Auk
hans em Heimir Guðjónsson, Rúnar
Kristinsson og Þormóður Egilsson,
svo einhverjir séu nefndir, í þessum
sigursæla árgangi sem varð
íslandsmeistari hvað eftir annað — þar
til þeir komu í meistaraflokk! „Ég var í
hópi fjölmargra ungra KR leikmanna
sem leituðu á önnur mið þegar fjöldi
misgóðra knattspyrnumanna var keypt-
ur í meistaraflokkinn,” segir Þorlákur.
Þorlákur hélt til Ólafsfjarðar og lék
með Leiftri í þrjú ár, frá 1990-'92 og
skoraði annað hvert mark fyrir klúbb-
inn á þeim ámm. Fyrst herjaði hann á
markverði í 3. deild en næstu tvö árin á
í 2. deild. Frá Ólafsfirði hélt Þorlákur
markaskori til Grindavíkur þar sem
hann meiddist og ári síðar ætlaði hann
leika með Val en fótbrotnaði í æfinga-
ferð vorið 1994. „Já, ég er búinn að
leggja keppnisskóna á hilluna og ætla
bara að einbeita mér að þessu starfi auk
þess að gera drengina í 2. flokki að
betri knattspyrnumönnum.”
— Er kominn einhver reynsla á starf
þitt sem íþróttafulltrúi?
„Starfið er enn að mótast eins og ég vil
að það mótist. Reyndar er Lúðvík
Bragason, markaðs- og fjármálastjóri
sem mun vinna á móti mér, að koma til
starfa 1. desember og þá kemur enn
skýrari rnynd á þetta hjá okkur. í stuttu
máli má segja að starf íþróttafulltrúa sé
rennibraut fyrir alla í félaginu — iðk-
endur, foreldra, þjálfara og stjómimar.
Ég sé um samskipti við sérsamböndin
og held utan um allt mótahald og leiki.
Það em allir sammála því að hugmynd-
in að þessu starfi sé virkilega góð og
hingað hafa komið stjómarmenn ann-
arra félaga til að kynna sér hvemig hið
nýja stjómskipulag Vals virkar. Við
erum að ríða á vaðið í þessum efnum
og það á eftir að skila félaginu betri
árangri á öllum sviðum. Ég vil taka það
fram að starf sjálfboðaliða breytist í
rauninni ekkert því hinir nýju starfs-
menn Vals geta engan veginn sinnt öllu
sem þarf að sinna innan félagsins.
Núna ætti hins vegar að vera auðveld-
ara að skipuleggja alla starfsþætti betur
en áður og virkja sjálfboðaliða enn
frekar.”
— Verður þú með stefnumótun fyrir
þjálfara á þínum snærum?
„Rúmlega 30 þjálfarar starfa hjá félag-
inu og það verður erfitt að fylgjast með
starfi þeirra allra. En vissulega er ég
bakhjarl fyrir alla þjájfara Vals. Allar
kvartanir fara í gegnum mig hvort sem
um er að ræða óánægða foreldra eða
óhressa þjálfara. Þótt ég sé í raun
yfirþjálfari skipulegg ég ekki • æfing-
amar. I framtíðinni verður þó vonandi
hægt að mynda ákveðna stefnu hvað
varðar þjálfun allra flokka í greinunum
þremur. Það er reyndar í samræmi við
niðurstöður frá ársþingi Iþróttasam-
bands íslands. Markmiðið er að draga
úr keppni í yngstu aldursflokkunum og
fella niður verðlaunaveitingar til ein-
staklinga í hópíþróttum. Ég og Torfí
Magnússon, körfuknattleiksþjálfari,
höfum þegar farið af stað með hug-
myndavinnu um það hvemig félag eins
og Valur ætti að standa að þjálfun, eða
öllu heldur kennslu, fyrir yngstu iðk-
enduma. Við viljum að hér verði rekinn
íþróttaskóli fyrir 6-8 ára krakka og
strákar og stelpur verða saman. Farið
verður í handbolta, fótbolta og körfu-
bolta, frjálsaríþróttir og fleira þar sem
aðaláherslan verður lögð á alhliða
tækniþjálfun. Þessi aldurshópur verður
að fá að kynnast flestum íþrótta-
greinum en það vill oft brenna við að
foreldramir ákveði hvort börnin þeirra
fara að stunda handbolta, fótbolta eða
eitthvað annað. Bömin verða sjálf að fá
að hafa eitthvað um þetta að segja. Ég
bind vonir við að þessi skóli verði að
veruleika strax næsta haust. Þessi
hugmynd er í raun skipun frá öllum
38