Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 17
íslandsmeistarar Vals í eldri flokki 1996. Aftari röð frá vinstri: Helgi Kristjánsson, Jón Gunnar Eðvarðsson,
Hilmir Elísson, Magni Blöndal Pétursson, Sævar Jónsson, Magnús Bergs, Dýri Guðmundsson, Þorgrímur
Þráinsson, Brynjar Níelsson, Jóhann Jakobsson, Guðmundur Þorbjörnsson og Reynir Vignir formaður Vals.
Fremri röð frá vinstri: Viðar Helgason, Ingi Björn Albertsson, Hilmar Sighvatsson, Úlfar Másson, Ólafur Ólafs,
Bergþór Magnússon, Stefán Pétursson, Úlfar Hróarsson og Kristján Ásgeirsson. Á myndina vantar Val Valsson,
Ómar Rafnsson, Þorstein Sigurðsson og Ingvar Guðmundsson.
Islandsmeistarar
Old boys!
„Gömlu” mennimir í knattspymunni
héldu uppi heiðri knattspymudeildar-
innar í sumar hvað Islandsmeistaratitla
varðar, ásamt yngri flokkum stúlkna,
því liðið varð Islandsmeistari eftir æsi-
spennandi úrslitaviðureignir gegn
Haukum og KR. Töluverð breidd var í
eldri flokknum í sumar endá ungir og
frískir menn komnir á „gamals aldur” og
búnir að leggja alvöm keppnisskóna á
hilluna. I þessum hópi em menn á borð
við Magna Blöndal Pétursson,
Bergþór Magnússon, Val Valsson,
Hilmar Sighvatsson og Sævar Jóns-
son svo einhveijir séu nefndir. Reyndar
má segja að kjaminn í eldri flokki Vals
hafi verið leikmenn sem gerðu garðinn
frægan að Hlíðarenda frá 1976 til 1986,
plús/mínus nokkur ár.
Töluverður áhugi var meðal örfárra leik-
manna í upphafi sumars á því að æfa og
strax í byrjun júní létu í kringum 10 leik-
menn sjá sig á æfingum. Þegar líða tók á
júní og styttist í íslandsmótið vom menn
nánast hættir að æfa — enda engin
ástæða til að vera í of góðu formi — og
því má segja að æfmgum hafi verið hætt
strax eftir fyrsta leik. Þrátt fyrir áhuga-
leysið vom menn boðnir og búnir að láta
sjá sig í leikjunum og gat Valur því yfir-
leitt stillt upp feiknasterku liði þótt
úthaldinu hafi ekki alltaf verið fyrir að
fara hjá leikmönnum. Old boys lið Vals
í sumar var því hálfgert „símalið” en
vonandi sjá leikmenn sér fært að æfa
betur næsta sumar.Valur skoraði 28
mörk gegn 4 í riðlakeppninni en leikimir
vom eftirfarandi:
Valur-Leiknir 7:1
Valur-Breiðablik 0:0
Víkingur-Valur 1:13
Valur-Njarðvík 3:0
Grótta-Valur 0:2
Þróttur-Valur 2:3
Þriggja liða úrslitakeppni Vals, KR og
Hauka var æsispennandi og réðust úr-
slitin ekki fyrr en á síðustu mínútunni.
KR lagði Hauka 2:0, ósanngjamt að
sögn Vesturbæinga, og síðan gerðu
Valur og KR jafntefli 1:1 þar sem
Valsmenn vom klaufar að gera ekki út
um leikinn í síðari hálfleik. I raun má
segja að Islandsmeistaratitillinn hafi
nærri mnnið Val úr greipum í þessum
leik. Fyrir leikinn gegn Haukum var því
ljóst að Valur varð að vinna með meira
en tveggja marka mun eða skora fleiri
mörk en KR. Þegar rúm mínúta var til
leiksloka var staðan 2:1 fyrir Val og
frískir og ungir Haukar gerðu reynslu-
miklum leikmönnum Vals erfitt fyrir
undir lokin. Þama fór æfingaleysið að
segja til sín því þótt menn hafi enn
ágætis tækni og mikla reynslu er alltaf
erfitt að stinga fríska, þrítuga stráklinga
af á sprettinum. Það skemmtilega við
markið, sem tryggði Val íslands-
meistaratitilinn, var það að Ingi Björn
Albertsson var utan vallar að tala í síma
þegar Guðmundur Þorbjörnsson, sem
stýrði liðinu í úrslitakeppninni, bað hann
um að drífa sig því hann þyrfti að fara
inn á. Ingi Bjöm var nýkominn inná
þegar há sending kom inn fyrir vömina
og þar sem Ingi hefur ávallt verið góður
í lestri var hann rétt staðsettur þegar
vamarmaðurinn missti boltann yfir sig.
Ingi Bjöm vippaði síðan boltanum yfir
markvörðinn og gekk með hann
(boltann) í markið.
Á uppskeruhátíðinni var Bergþór
Magnússon valinn efnilegasti leik-
maðurinn en Þorgrímur Þráinsson
bestur. Hann fékk veglegan eignarbikar
að launum. Tékk-Kristall gaf bikarinn
og verðlaunapeninga.
77