Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 29
Jón Kristjánsson þjálfari meistara- flokks byrjaði vel á þjálfara- ferlinum. Eitt stykki Islands- meistaratitill. menn kannski of uppteknir í vinnu til að geta sinnt starfinu vel. Þetta er allt spuming um skipulagningu og dreif- ingu á verkefnum. Og ekki síst að fylgja þeim eftir. Með nýja skipulaginu em launaðir starfsmenn að fylgja því eftir sem þarf að gera og halda allri starfsemi í félaginu í fullum dampi.” — Hefðir þú viljað sjá drastískari breytingar? „Eg hefði viljað sjá framkvæmdastjóra koma inn að auki en því miður er ekki hægt að fjármagna það að sinni. Svo er heldur ekki til húsnæði fyrir slíkan starfsmann. Framkvæmdastjóri Vals verður einhvern tímann ráðinn og vonandi verður það þegar hið nýja fyrirkomulag er farið að skila félaginu meiri tekjum.” - Hvað myndirðu vilja sjá gerast í félagsmálum til að laða fjölskylduna að Hlíðarenda? „Ég held að eitt helsta verkefni nýs markaðs- og fjármálastjóra verði markaðssetning meðal okkar Vals- manna. Það eru Valsmenn út um allt en það þarf að ná til þeirra. Við eigum að stefna að því að nýta Hlíðarenda sem útivistarsvæði fyrir Hlíðarbúa, halda Þorrablót Hlíðahverfis enn ekki endi- lega Þorrablót Vals. Til að ná til for- eldranna eigum við að markaðssetja svæðið sem skemmtilegt félagssvæði. Við höfum upp á svo margt að bjóða og þurfum að fara að nýta svæðið til full- nustu.” íþróttamaður Vals 1995 Guðrún Sæmundsdóttir knattspyrnukona! Guðrún Sæmundsdóttir, kjölfestan í varnarleik meistaraflokks Vals í knattspyrnu í rúman áratug, var kjörin íþróttamaður Vals 1995. Hefð er kontin fyrir því að verðlauna- afliendingin fari fram í félagsheimili Vals að Hlíðarenda á gamlársdag og er því tæpt ár síðan Guðrún fékk afhenda glæsilega bikara. Annan til eignar. Það er jafn öruggt að Guðrún klæðist Valstreyjunni og að lóan komi á vorin þrátt fyrir orðróm um annað. Margir hafa velt því fyrir sér hvenær þessi 29 ára gamli, sterki varnarmaður og aukaspyrnusérfræðingur muni Ieggja skóna á hilluna. „Ég æfi á fullu þannig að það er vísir á að ég verði með næsta sumar. Eftir það er aldrei að vita hvað gerist.” — Má ekki reikna með að þú farir að þykkna undir belti í ljósi þess að þú ert komin í sambúð? „Maður veit aldrei. Það getur ýmis- legt gerst hvort sem fólk er í sambúð eður ei.” — Kom þér á óvart að þú skyldir verða valin íþróttamaður Vals 1995? „Það gerði það fyrst en þegar ég var búin að fá bikarinn í hendur fannst mér það í rauninni sanngjarnt að við í meistaraflokki skyldum fá þessa viðurkenningu. Og mér þykir mjög vænt um hana.” — Hvað gerðist hjá ykkur í sumar? Þið voruð varla svipur hjá sjón miðað við sumarið áður? „Það klikkaði nánast allt sem gat klikkað. Jú, mér líst bara ágætlega á að fá Ragnhildi Skúladóttur sem þjálfara. Hún var hvergi að þjálfa síðastliðið sumar en hefur ágæta reynslu úr yngri ílokkunum.” — Verða einhverjar aðrar breyt- ingar en þær að Ragna Lóa fór í KR? „Ekki svo ég viti, Við erum með fjölda stelpna á aldrinum 16-17 ára og nokkrar eldri sem eru sérlega efni- legar og það er bara tímaspursmál hvenær þær springa út.” Iþróttamenn Vals: 1992 Valdimar Grímsson 1993 Guðmundur Hrafnkelsson 1994 Dagur Sigurðsson 1995 Guðrún Sæmundsdóttir 29

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.