Valsblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 43
1996 --
enn eitt árið
Sigurganga handknattleiksdeildar Vals
hélt áfram á síðasta keppnistímabili.
Árið var um margt líkt árinu á undan.
Fjórði íslandsmeistaratitill Vals í röð var
staðreynd eftir úrslitaviðureignir við
KA. Þó ekki hafi verið jafn mikil drama-
tík nú og fyrir ári, var sigur Vals glæsi-
legur og undirstrikar ótrúlegan styrk
liðsins. Árangurinn var ekki síst glæsi-
legur fyrir Jón Kristjánsson þjálfara
sem var að stíga sín fyrstu spor sem
þjálfari, og fyrir Skúla Gunnsteinsson,
aðstoðarþjálfara, sem loks hampaði
íslandsmeistaratitli eftir langa með-
göngu.
Ljóst er að liðið hefur enn einu sinni
orðið fyrir gnðarlegri blóðtöku. Ólafur
Stefánsson, Dagur Sigurðsson og
Júlíus Gunnarsson fóru til Þýskalands
og Sigfús Sigurðsson til Selfoss. Það
var snemma ljóst að Dagur og Ólafur
myndu hleypa heimdraganum. Hins
vegar voru það mikil vonbrigði að
Sigfús skyldi yfirgefa félagið eftir stutt-
an en glæsilegan feril með félaginu.
Sem fyrr stóðu yngri flokkamir sig vel.
Valsstúlkur í 2. flokki hömpuðu Islands-
meistaratitli og síðan voru flest allir aðrir
flokkar í 4-liða úrslitum íslandsmótsins.
Handknattleiksdeildin hefur verið þeirra
gæfu aðnjótandi að hafa frábært ungt
fólk við kennslu og þjálfun á síðustu
árum. Oft hefur verið minnst á þátt
Borisar Akbachevs en á uppskeruhátíð
deildarinnar voru Sigurður Sigþórsson,
Óskar B. Óskarsson, Jón Halldórsson
og Theódór Hjalti Valsson verðlaun-
aðir fyrir frábært starf í þágu deildar-
innar. Að öðrum ólöstuðum hafa þessir
drengir staðið fremstir í flokki og unnið
ómetanlegt og óeigingjamt starf sem
mun skila sér í framtíðinni í nýjum
frábæmm handknattleiksmönnum. Ég
vil enn og aftur færa þeim okkar bestu
þakkir fyrir þeirra störf sem em sannar-
lega öðmm til fyrirmyndar.
Árangur einstakra flokka og
viðurkenningar
Áður hefur verið minnst á íslands-
meistaratitil karla. Karlaliðið varð einnig
Reykjavíkurmeistari og sigurvegari í
Meistarakeppninni. í 2. flokki kvenna
varð Valur íslandsmeistari en eftirtaldir
aðilar hlutu viðurkenningu á
uppskemhátíð deildarinnar:
B-lið Vals í 4. flokki kvenna sem varð Reykjavíkurmeistari 1996. Aftari röð
frá vinstri: Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari, Svanhvít Helga Rúnarsdóttir,
Bergdís Guðnadóttir, Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Lísa Njálsdóttir, Dröfn
Kærnested, Oddný Sófusdóttir. Fremri röð frá vinstri: Elfa Björk
Hreggviðsdóttir, Anna María G., Guðbjörg Eva Baldursdóttir, Berglind
Guðmundsdóttir, Rakel Benediktsdóttir, Elín Marteinsdóttir.
2. flokkur karla: I 4. flokkur karla:
Besti leikmaður: Svanur Baldursson.
Viðurkenning fyrir góðan árangur: Kári
Marís Guðmundsson og Ingimar
Jónsson.
2. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Kristjana Ýr Jóns-
dóttir.
Viðurkenning fyrir góðan árangur:
Gerður Beta Jóhannsdóttir, Sonja
Jónsdóttir og Eivor Pála Blöndal.
3. flokkur karla:
Besti leikmaður: Daníel Snær Ragnars-
son.
Mestar framfarir: Sigurgeir Trausti
Höskuldsson.
Besta ástundun: Gunnar Smári
Tryggvason.
3. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Hafrún Kristjáns-
dóttir.
Mestar framfarir: Sigurlaug R. Rún-
arsdóttir.
Besta ástundun: Áslaug Bjarnadóttir.
Besti leikmaður: Stefán Þór
Hannesson.
Mestar framfarir: Styrmir Hansson.
Besta ástundun: Snorri Steinn
Guðjónsson.
4. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Þóra Björg Helga-
dóttir.
Mestar framfarir: Matthildur
Jóhannsdóttir.
Besta ástundun: Eygló Jónsdóttir.
5. flokkur karla:
Besti leikmaður: Sigurður Eggerts-
son.
Mestar framfarir: Kári Allansson.
Besta ástundun: Kristinn Arnar
Diegó.
5. flokkur kvenna:
Besti leikmaðun Kristín Bergsdóttir.
Mestar framfarir: Guðbjörg Eva Baldurs-
dóttir.
Besta ástundun: Svanhvít Rúnarsdóttir.
43