Valsblaðið - 01.05.2002, Page 4

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 4
Séra Friðrík Fríðriksson, stofnandi Vals, ásamt greinarliöfwidi, séra Valgeir Ástráðssyni í Vatnaskógi, þegar hann var líklega fjög- urra ára gamall, 1948. Það er mér ljúft að flytja Valsmönnum jólakveðju í blaði þeirra. Eg hef þá reynslu af samskiptum við Valsmenn að þar er í hópi að finna hressileika og glað- værð. Það er gott að geta í þann hóp lagt fram kveðju og ósk um gleði. Þann þátt lífsins sem svo mikilvægur er og við viljum rækta. Best gengur okkur það á heilögum jólum, hátíðinni sem er kölluð gleðinnar hátíð, og við notum meira en í anna tíma kveðjuna þar sem við óskum hvort öðru gleði. „Þessa stöðugu jólagleði færði jóla- boðskapurinn oss hina fyrstu jólanótt. Vér sjáum einnig umhverfis oss jólagleð- ina ólga um jóladagana yfir bæ og sveit. Hún er boðuð í hljómi jólaklukknanna og í jólaóskum, sem ganga munn frá munni þessa daga: Gleðileg jól! Hún kveður við inni í húsunum og úti á göt- um og strætum; póstmennirnir koma með hana skrifaða í milljónum bréfa og spjalda. Það er sem gleðibylgja fari yfir alla þjóðina. Það var og ætlunin með hinum mikla boðskap jólanna, sem átti að veitast öllum lýðnum“. Við sem byggjum á góðum félagsleg- um arfi eigum grundvöll að sækja til leiðtoganna sem mótuðu. Orðin sem ég vitna til hér eru tekin úr prédikun, sem sr. Friðrik Friðriksson ilutti í Kaup- mannahöfn árið 1939, við byrjun stríðs- ins mikla, þar sem ógnir og þjáningar fylgdu og mörgum fannst ekki ástæða til að gleði gæti ríkt. Að sjálfsögðu talaði þó sr. Friðrik í jólaprédikun um jólagleð- ina. En í framhaldi af því talaði hann um gleðina almennt, enda sjálfsagt ekki van- þörf á við hörmungatíma að benda á það hvernig hægt er að viðhalda gleði og bjartsýni. Prédikun sína nefnir hann „Jólagleði til hversdagsnotkunar" og leggur áherslu á að með boðskap heil- agra jóla, þar sem sagt er : „Yður er í dag frelsari fæddur“, sé horft inn í alla dýpt mannlegs lífs, þar sem í gleðinni er svo oft stutt í þjáninguna og baráttuna, þar sem manneskjan getur svo oft orðið 4 Valsblaðið 2002

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.