Valsblaðið - 01.05.2002, Side 44
Mér standa allir
Valun á að vera leiðandi varðandi ALLT sem lýtur að andlegri og
líkamlegri þjálfun iðkenda og vinna markvisst að því að „okkar fólk''
verði hæfari einstaklingar sem ná markmiðum sínum innan vallar - sem og í lífinu sjálfu
Valur er á tímamótum. Framtíðarskipu-
lag að Hlíðarenda hefur verið samþykkt
og innan örfárra ára mun Valur búa við
eina bestu íþróttaaðstöðu á landinu. Þeg-
ar ný framtíð blasir við félaginu okkar er
vert að staldra við og íhuga hvað við get-
um gert til að búa Valsmönnum, yngri
iðkendum, þá þjálfun og það umhverfi
sem gerir þá að hæfari einstaklingum
sem skara fram úr í íþróttum, eflast við
mótlæti og takast á við lífið sjálft af eld-
móði og fullir sjálfstrausts. Við eigum að
leggja metnað okkar í að ala upp heil-
brigða einstaklinga, sem finnst að þeir
séu að fara heim að Hlíðarenda þegar
þeir mæta á æfingar eða eiga þangað er-
indi utan æfingatíma, vegna þess að þar
líður þeim vel.
Þótt bylting muni eiga sér stað í gerð
íþróttamannvirkja að Hlíðarenda á næstu
árum skiptir öllu máli hvemig við hlúum
að unga fólkinu hjá félaginu. Einn af
virtustu þjálfurum, sem hafa verið við
stjómvölinn að Hlíðarenda, sagði:
„Bestu þjálfararnir eiga að þjálfa í yngri
flokkunum." Þetta eru orð að sönnu því
ef yngri iðkendur hafa hlodð markvissa
þjálfun, lotið aga, lært að bera virðingu
fyrir sjálfum sér og félaginu, tamið sér
háttvísi og heiðarleika og numið þann
fróðleik sem hefur hnotið að vömm
þjálfaranna, ætti að vera leikur einn að
meðhöndla þá þegar þeir koma upp í
meistaraflokk. Þar á að ríkja grimm en
heiðarleg samkeppni þar sem menn þurfa
stöðugt að vera á tánum og með fulla
einbeitingu til að eiga möguleika á að
verða fyrir valinu sem fulltrúar Vals í
kappleik.
Þótt Valur hafi eingöngu upp á hóp-
íþróttir að bjóða, þar sem liðsandinn,
stemmningin og sigurviljinn skiptir
miklu máli, skal ætíð hafa hugfast að
frammistaða hvers einstaklings skapar
árangur liðsheildarinnar. Og gamla klisj-
an; „Engin keðja er sterkari en veikasti
hlekkurinn “ er enn í fullu gildi.
Enn betri þjálfara
Ef Valur ætlar að skara fram úr í fram-
tíðinni, halda áfram að vera afreksfélag,
verðum við að geta tryggt iðkendum
bestu þjálfara sem völ er á hverju sinni,
T
/ þessum föngulega hópi 5. flokks drengja eru án efa einstaklingar sem eiga eftir að skara fram úr á þeim sviðum sem þeir óska sér.
Valur á að veita yngri iðkendum alla þá aðstoð sem völ er á svo þeir verði heilsteyptari einstaklingar með sterka sjálfsmynd og
standi allir vegirfœrir. (Mynd ÞÞ)
44
Valsblaðið 2002