Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 27

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 27
7. flokkur drengja sumarið 2002. Efsta röð frá vinstri: Breki Bjarnason, Ágúst H. Elísson, Þormar Harri Þrastarson, Eggert Thorarensen, Högni Sigurðsson, Kristinn Bjarnason, Kristófer Jónsson og Kjartan Hjálmarsson þjálfari. Miðröð frá vinstri: Salómon N'dure, Eyþór Logi Þorsteinsson, Amljótur Ingason, Friðrik Húni Friðriksson, Sindri Páll Andrason, Oskar Magmisson, Fjölnir Daði Georgsson, Guðmundur Már Þórsson og Páll Steinar Sigurðsson. Neðsta röð frá vinstri: Haukur Asberg Hilmarsson, Þórhallur Sigurjónsson, Jón Hilmar Karlsson, Arnór Kristmundsson, Gunnlaugur Björnsson, Þórhallur Valur Benónýson, Jóhann Helgi Gunnarsson og Ævar Rafn Halldórsson. (Mynd ÞÞ) Starfið í flokkunum gekk vel þó ætíð megi bæta árangurinn á vellinum. 3. flokkur drengja náði helsta mark- miði sínu að fara úr B riðli í A riðil. Þá komst flokkurinn í 8 liða úrslit í bikar- keppni KSÍ en tapaði í vítaspymukeppni á móti Fram sem síðar varð bikarmeist- ari. Þjálfari flokksins var Þór Hinriksson. Við starfi hans tekur Davíð Bergmann Davíðsson. 4. flokkur drengja sýndi miklar framfar- ir. Þjálfari flokksins var Guðmundur Brynj- ólfsson og verður hann áfram með flokk- inn. Flokkurinn var í A riðli og stóð sig vel. Þá varð b-lið 4. flokks haustmeistari. 5. flokkur drengja var fjölmennur und- ir styrkri stjóm Ragnars Róbertssonar og lofar flokkurinn mjög góðu fyrir næsta sumar en Róbert verður áfram með flokkinn jafnframt því sem hann tekur við þjálfun 7. flokks drengja. 6. og 7. flokkur drengja er vaxandi, bæði í fjölda iðkenda og getu. Þetta em áhugasamir piltar og með sama áhuga er engu að kvíða í framtíðinni. Þjálfari flokkanna var Kjartan Hjálmarsson og verður hann áfram með 6. flokk. 3. flokkur stúlkna fór í keppnisferð á Gothia Cup í Svíþjóð og komst þar í B- úrslit. Árangur flokksins á keppnisvellin- um í sumar olli vonbrigðum þar sem við erum góðu vön í kvennaflokkum. Þjálf- ari var Kristjan Arnar Ingason og við starfi hans tímabundið taka þeir Bjarni Sigurðsson og Leifur Harðarson. Yngstu flokkar kvenna, 4., 5. og 6. flokkur, stóðu sig flestir mjög vel og merkja má fjölgun í flokkunum. Þjálfari 5. fl. var Eva Björk Ægisdóttir, 4. flokks Jóhanna Lára Byrnjólfsdóttir (tók við af Árna Brynjólfssyni lok júni) og 6. fl. Anna Júlíusdóttir. Eva verður áfram með 5. flokk og Jóhanna 4. flokk ásamt því að vera nú tímabundið með 6. flokk. Starfsmaður unglingaráðs í sumar var Freyr Brynjarsson og stóð sig vel. Aðalstyrktaraðili Það er ljóst að starfsemi unglingaráðs verður ekki rekin nema með styrk góðra aðila. Aðalstyrktaraðili unglingaráðs Vals er Smith & Norland ehf. samkvæmt samningi sem var gerður fyrir 2 árum til 3 ára. Samningurinn er mikilvægur fyrir allt unglingastarfrð og færir unglingaráð- ið Smith & Norland kærar þakkir fyrir samstarfíð og stuðninginn þessi 2 ár. Aðrir styrktaraðilar eru Bræðumir Orms- son ehf. og eru þeim einnig færðar þakkir. Breytingar á skipan unglingaráðs: Talsverðar breytingar urðu á skipan ung- lingaráðs á aðalfundi knattspymudeildar í haust. Olafur Már Sigurðsson formaður, Þorsteinn Olafs og Sigurlaug Sigurðar- dóttir hættu í ráðinu. I stað þeirra koma þau Jón Höskuldsson formaður, Bára Bjamadóttir og Marta María Stefánsdóttir. Að öllu samanlögðu má segja að búið sé að móta starfið og stefnuna í yngri flokkum og því sé framundan markvisst uppbyggingarstarf í flokkunum þar sem mikilvægt er að fari saman gleði, ánægja og árangur. Breytingar á stjórn knattspyrnudeildar Miklar breytingar urðu á stjórn knatt- spymudeildar á aðalfundi deildarinnar í lok október s.l. Hópur sá, sem staðið hefur í eldlínunni undanfarin 3 ár undir forystu Gríms Sæmundsen afhenti kyndilinn nýjum hópi öflugra Valsmanna og fer Jón S. Helgason þar fyrir flokki. Ný stjóm mun halda áfram því uppbygg- ingarstarfi, sem unnið hefur verið á und- anfömum misserum. Er henni óskað vel- farnaðar í störfum sínum. Valsblaðið 2002 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.