Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 55

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 55
ur á mela“ að fylgjast með þeim kom leikurinn honum furðulega fyrir sjónir: „Þeir þeyttu þessum knetti og hlupu; mjer fanst það vera einn hringlandi gauragangur." En eftir því sem leið á byrjaði að rofa til og hann skildi að markvörðurinn sem í fyrstu virtist mjög „einmana eins og í öngum“ hafði ákveð- ið hlutverk og tilgangurinn með leiknum var að koma knettinum á milli hrúganna sem markvörðurinn stóð vörð um. Það var þó ekki fyrr en eftir að leikn- um var lokið og drengirnir höfðu heyrt Guðs orð og stutta bænagjörð að töfram- ir komu í ljós og skilningur hans á knatt- spymu gjörbreyttist. Þá bað sr. Friðrik drengina að raða sér upp eins og í byrjun leiks. „Alt í einu skeði nokkuð, sem jeg aldrei hef getað gjört mjer fulla grein fyrir. Það var sem elding lysti niður beint fyrir framan mig. Jeg stóð litla stund alveg agndofa. Jeg sá víðan orustu völl og rómverska „legio“ uppraðaða til bardaga. ... Sýnin hvarf og önnur kom í staðinn. Það var taflborð með reitum sínum og mönnum. Jeg fann að leikur, sem þannig vœri skipaður, vœri lögbund- inn af sinni hemaðarlist, þar sem hver maður hefði þýðingu á sínum stað, og vœri liður í heild. Jeg fann að þessi leik- ur gœti haft afarmikla uppeldisþýðingu. Jeg fann að það fór titringur um mig af áfjáðaleik eftir að kynnast þessum leik iít í œsar. “ Álit sr. Friðriks á leiknum hafði breyst á svipstundu. Eftir þetta fór hann og fékk leyfi bæjarstjóra til að ryðja svæðið þar sem drengimir æfðu og svæðið var vígt 6. ágúst 1911. Þá voru tvö knattspymu- félög innan KFUM: Hvatur og Valur. III Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkom- andi sönnum kristindómi. Sr. Friðrik ritar þessi orð 1895 og þau birtast í Kirkjublaðinu, mánaðarriti handa íslenzkri alþýðu, í ágúst sama ár. I greininni, sem hann nefnir „Kristileg ungmennafjelög," segir hann af kynnum sínum af KFUM í Danmörku í þeirri von að álíka félagsskapur komist á heima á íslandi. Þar gerir hann grein fyrir afar fjölbreyttri starfsemi félaganna og segir KFUM taka allt í þjónustu sína og helga það. Þess vegna er nú ekkert mannlegt óviðkomandi sönnum kristindómi. Þessi hugsunarháttur, sem verður áberandi í öllu starfi hans, einkennir knattspymu- Hluti afstarfsemi Sumarbúðar í Borg er að njóta stunda í Friðrikskapellu og frœðast um séra Friðrik. Þessi „sumarbúðakrakkar" cettu að vita hver stofltaði félagið. ævintýrið. í ávarpi við vígslu fótbolta- svæðisins (sem bar yfirskriftina Fair Play!) segir sr. Friðrik m.a: „Vjer vinnum allt með því að helga það guði. Enginn þarf að halda að hann verði daufingi við það að helga leik sinn eða íþrótt sína guði; öðru nœr! Leikur- inn verður við það fegurri og nautnarík- ari." Vígsluerindið, er fylgdi með ljóða- flokknum „Úti og inni“ sem var gefinn út 1912, er í heild sinni afar merkilegt. Ég gæti auðveldlega skrifað það upp hér í heild og „kommenterað" á hverja línu en það verður líklega að bíða betri tíma. Sýn sr. Friðriks á leikinn er einstök og fyrir honum spilar fegurðin lykilhlut- verk. „Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði. Látið ekki líkamann vera í 18 hlykkjum, heldur látið hvern vöðva vera stœltan og allan líkamann í þeirri stellingu sem fegurst er. Verið þar á svœðinu sem yður ber að vera hverjum samkvæmt skyldu sinni og varast blindan ákafa og fum. Allur þjösnaskapur veri langt frá yður. Kœrið yður ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Þeir sterkari boli aldrei hinum yngri og linari frá rjettum leik. Segið ávalt satt og venjið yður á að segja til ef yður verður eitthvað á og játa það,- Hœlist aldrei yfir þeim sem tapa, og gleðjist líka yfir velleiknu sparki hjá mótleiksmötinum yðar. “ Það hlýtur að vera öllum ljóst sem fylgjast með knattspyrnu í dag að þessar hugmyndir sr. Friðriks og virðing hans fyrir leiknum eru víða á undanhaldi. Árið 1958 var síðasta heimsmeistara- keppnin fyrir andlát sr. Friðriks. Þá lék 17 ára unglingur með landsliði Brasilíu: Edson Arantes do Nascimento. Hann er yfirleitt kallaður Pele. Hann átti það sammerkt með sr. Friðrik að vera lítt gef- inn fyrir þjösnaskap og kallaði knatt- spymu fallega leikinn. Þeir hefðu eflaust getað sameinast um slagorðið sem stend- ur letrað undir styttu af sr. Friðrik á Hlíð- arenda Valsmanna: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði." Það má með sanni segja að hugmyndir sr. Friðriks um leikinn náðu út fyrir tíma og rúm og markmið hans voru afar háleit eins og sést á eftirfarandi kafla úr vígslu- erindinu: „Munið ávalt eptir því, að leikur vor er ekki aðeins stundargaman, heldur á hann að vera til þess að gjöra oss betri, göfugri, heiðarlegri og karlmannlegri með hveri œfing. Og samlíf vort á leik- svœðinu og utan þess á að efla kristin- dóm vorn og vera guði til dýrðar. Það er höfuðmarkmiðið. “ IV Siðastliðið sumar var ég svo lánsamur að fá að sitja í Friðriksstofu og rannsaka skjala- og handritasafn sr. Friðriks sem er varðveitt þar. Það er mánaðarlegur styrkur frá Nýsköpunarsjóði náms- manna sem gerði það mögulegt. Safnið Valsblaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.