Valsblaðið - 01.05.2002, Page 17

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 17
Framtíðarfólk Gunnar Skúlason leikmaður 11. flokks í körfubolta Fæðingardagur og ár: 7. maí.1986. Nám: Menntaskólinn við Hamrahlíð. Hvað ætlarðu að verða: Sjúkraþjálfari eða eitthvað í sambandi við körfuna. Hvað gætirðu aldrei hugsað þér að verða: Eitthvað sem tengist Skjálfta eða Counter- Strike. Eða kennari í ökuskólanum. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Valsmenn halda sér uppi í körfunni og fót- boltanum og verða Islandsmeistarar í hand- bolta. Það verður sem sagt gott ár að Hlíð- arenda. Af hverju körfubolti: Vinir mínir voru í þessu og þar sem ég á svo „svala“ vini þá vildi ég vera eins og þeir. Eftirminnilegast úr boltanum: Körfuboltabúðir í Duke, North Carolina síðasta sumar og vera valinn Valsari árs- ins í körfunni á síðustu uppskeru hátíð. Ein setning eftir veturinn ’02-‘03: Laglegt strákar. Skemmtilegustu mistök: Ég var einu sinni í heita pottinum í Laugardalslauginni og klappaði ein- hverjum manni á magann sem ég hélt að væri pabbi minn en svo var það bara ein- hver maður sem ég hafði aldrei séð áður, það var fáránlega fyndið. Fyndnasta atvik: í körfuboltabúðum á Stykkishólmi síð- asta vetur þegar Gústi þjálfari var að sýna okkur eitt „cut“ og missti jafnvægið og datt með miklum látum utan í vegg. Því gleymi ég aldrei. Stærsta stundin: Þegar við vorum í Svíþjóð eftir 8. flokk og urðum b-meistarar í '85 árgangnunr. Hvað hlægir þig í sturtu: Þegar Coach Gústi kemur inn með fötu fulla af ísköldu vatni og skvettir á einhvem. Athyglisverðastur í 11. flokki: Ég verð að segja Högni þótt hann sé í drengjaflokki, hann er góður gaur og hefur skemmtilegar skoðanir á öllu. Hver á ljótasta bílinn/hjólið: Frikki á ljótasta bílinn en hann er líka sá eini sem á bíl þannig að bíllinn hans er líka flottasti bflinn. Hvað lýsir þínum húmor best: Eitthvað á kostnað annarra, ég er mjög stríðinn. Fleygustu orð: Ég sagði einu sinni þegar ég var eitthvað að flýta mér að tala: Ég meiddi og datt mig. Mottó: Maður vinnur ef maður skorar fleiri stig en hitt liðið. Fyrirmynd í boltanum: Jay Williams, besti leikmaður sem ég hef sjálfur séð spila. Leyndasti draumur: Að sjá LA Lakers komast EKKI í playoffs. Við hvaða aðstæður líður þér best: Þegar ég er heitur á æfingu, það er rnjög gaman. Hvaða setningu notarðu oftast: Frikki nenniru að skutla mér heim? Hvað er það fallegasta sem hefur veri sagt við þig: Valsmenn eru bestir. Fullkomið laugardagskvöld: Góð spóla, Sprite og Risa þristur. Hvaða flík þykir þér vænst um: Náttbuxurnar mínar, þægilegastar heimi. Besti söngvari: Pharrel Williams því hann gerir svo o dans í Justin Timberlake myndbandinu, Besta bíómynd: Sixth Sense því endirinn kom mér alveg rosalega á óvart. Besta bók: Mýrin eftir Arnald Indriðason í augna- blikinu eina bókin sem ég man eftir að hafa lesið. Besta lag: Nothing Else Matters með Metallica. Hugsa alltaf um eitthvað fallegt þegar ég heyri það. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa ekki lært meira á píanó. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Frikki því hann er underground. 4 orð um Gústa þjálfara: Fyndinn, Góður, Töffari, Hössler. Valsblaðið 2002 17

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.