Valsblaðið - 01.05.2002, Page 6

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 6
9.-10.-11. og drengjaflokkur Vals í körfubolta tímabilið 2001-2002. Frá vinstri að ofan: Ingólfur Magnússon, Gissur Jón Helguson, Friðrik Lárusson, Baldvin Dungal, Sveinn Pálmar Einarsson, Högni Egilsson, Axel Einarsson, Ernst Fannar Gíslason. Miðröð frá vinstri: Filipu Th. Ólafsson, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Hörður Ingason, Alexander Dungal, Indriði Thorodssen, Atli Antonsson, Ari Brekkan, Kolbeinn Sojfíuson, Þórður Grímsson, Eldur Ólafsson, Sveinn Orri Bragason, Þorlákur Ingólfsson, Daníel Karl Kristinsson, Anton Asgeirsson, Gústaf Hrafn Gústafsson, Hafsteinn Rannversson, Helgi Gunnar Gunnarsson. Neðsta röðfrá vinstri: Magnús Guðmundsson aðstoðarþjálfari, Magnús Björgvin Guðmundsson, Jóhann Birkir Guðmundsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Steingrímur Gauti Ingólfsson, Gunnar Skúlason, Víkingur Heiðar Arnórsson, Guð- mundur Kristjánsson, Teitur Magnússon, Agúst Sigurður Björgvinsson þjálfari. í niðurlagi skýrslu aðalstjórnar í síðasta Valsblaði var sett fram sú skoðun að ef samningar næðust við Reykjavíkurborg á árinu 2002, væri stjórnin þess fullviss að þá sköpuðust spennandi tækifæri til mót- unar nýrrar framtíðar fyrir Knattspyrnu- félagið Val. Með þessa vissu að leiðarljósi fór mestur tími stjórnarinnar framan af árinu í vinnu við samningagerð við fulltrúa Reykjavíkurborgar unt framtíðarskipulag Hlíðarendareits og um leið að tryggja stöðu félagsins á því svæði. Ótal fundir voru haldnir bæði innan stjórnar og á milli fulltrúa Vals og borgarinnar um málið. Stjórninni var það kappsmál að ljúka viðræðum áður en til borgarstjórn- arkosninga kæmi í lok maí, þannig að sem minnstur tími færi í tafir og upprifj- un eftir kosningarnar. Skemmst er frá því að segja að samningaviðræðum lauk í byrjun maí og það var mjög ánægjulegt að byrja afmælisdaginn 11. maí 2002 á því að fá borgarstjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur, formann ÍTR í heimsókn á Hlíðarenda, þar sem samn- ingamir voru undirritaðir. Annars staðar í blaðinu er gerð nánari grein fyrir þessum samningum og sýndar teikningar af væntanlegri uppbyggingu á vegurn Vals á næstu árum. Þrátt fyrir að uppbyggingin komi til G Valsblaðið 2002

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.