Valsblaðið - 01.05.2002, Side 13

Valsblaðið - 01.05.2002, Side 13
Framtíðin breytinga á aðstöðu sem nauðsynlegar verða vegna skipulagsbreytinga skuli Valur njóta tekna af sölu byggingarréttar. Samkvæmt samningnum skuldbindur Valur sig til þess að ráðstafa því fé sem fæst fyrir sölu byggingarréttar eingöngu til greiðslu skulda og til uppbyggingar íþróttastarfsemi að Hlíðarenda og þeirra mannvirkja sem áætlað er að byggja skv. deiliskipulagstillögunni. Að því marki sem tekjur af sölu byggingarréttar duga ekki til að standa straum af fram- kvæmdakostnaði þeirra mannvirkja sem getið er um í samningnum mun Reykja- víkurborg leggja fram fé til uppbygging- ar þeirra sbr. sérstakan samning þar um. Stefnt verður að því að uppbyggingunni verði lokið á næstu 3-5 árum. Núverandi íþróttahús félagsins eru í slæmu ásigkomulagi og mjög brýnt að skapa félagsmönnum, jafnt iðkendum sem áhorfendum, viðunandi aðstöðu sem stenst kröfur þær sem nú eru gerðar til slíkra mannvirkja. Því er í tillögunni gert ráð fyrir byggingu nýs íþróttahúss og að syðra íþróttahús félagsins verði fjarlægt. Gert er ráð fyrir að eldra íþróttahúsið standi áfram sem og fjósið og skrifstofu- og félagsaðstaða félagsins. Gert er ráð fyrir að færa aðalleikvang félagsins af núverandi stað á vallarstæði malarvallar upp að nýju íþróttahúsi. Stúka er ráðgerð utan á íþróttahúsi (sambyggð) og að undir henni verði búningsklefar fyrir bæði hið nýja íþróttahús sem og hinn nýja aðalleikvang. Stærð á landssvæði Vals gerir félaginu síðan kleift að gera í tillögunni ráð fyrir því að byggt verði hús yfir gervigrasvöll sem skapa myndi nýja og mjög spennandi æfingaaðstöðu fyrir iðkendur í knattspymu. Leikvangur- Reynir Vignir formaður Vals og Ingibjörg afmœlisdegi Vals, 11. maí. (Mynd ÞO) inn yrði þá á milli hins nýja íþróttahúss og knattspyrnuhússins í nokkurs konar gryfju sem getur orðið mjög spennandi umgjörð um kappleiki. I Reykjavík aust- an Elliðaáa eru ekki mörg landsvæði sem leyfa að knattspyrnuhús rísi þar. Því er þessi tillaga einstök og mannvirkið tryggir boðlega heilsársaðstöðu fyrir knattspymumenn sem er lykill að fram- gangi og þróun knattspymunnar hér á landi. Valur stefnir að því að reisa og/eða endurbyggja eftirtalin íþróttamannvirki á íþróttasvæði Vals eins og það verður af- markað til framtíðar: 1. íþróttahús, 1800 m2 að stærð, með áfastri áhorfendaaðstöðu fyrir aðal- leikvang og búningsklefum undir, og 1000 m2 tengibyggingu með félags- og þjónustuaðstöðu. Reynir Vignir, Hörður Gwmarsson og Grímur Sæmundsen voru fulltrúar Vals í viðrœð- um og samningagerð félagsins við Reykjavíkurborg. (Mynd ÞO) Sólrún Gísladóttir undirrituðu samninginn á 2. Aðalleikvang. 3. Gervigrasvöll sem gert skal ráð fyrir að byggja megi yfir síðar, þannig að þar komi knatthús án búningsklefa, stærð um 9000 m2. 4. Endurbygging/bætur eldri mann- virkja sem ekki verða fjarlægð. 5. Grassvæði, stærð um 19.000 m2, þar af um 10.000 m2 utan lóðar.(afnota- réttur) 6. Bílastæði og lóðarfrágangur. Gert er ráð fyrir því í deiliskipulaginu að sem mest samnýting fáist á svæðinu hvað varðar bílastæði jafnt ofanjarðar sem í bílageymslum undir húsunum sem nýtt verði undir atvinnustarfsemi. Álag varð- andi notkun bílastæða er annað vegna íþróttastarfsemi Vals en það sem verður vegna annarrar starfsemi á svæðinu. Starfsemi í íþróttamannvirkjunum er að stofni til um kvöld og helgar öfugt við hefðbundna atvinnustarfsemi. Því ætti að nást hagkvæm heildarnýting út úr svæð- inu með þessum hætti. Tillaga Vals gerir ráð fyrir því að innkeyrsla á svæðið verði frá núverandi Flugvallarvegi og að hún verði einnig notuð til þess að hleypa um- ferð inn á svæði fyrir vestan Valssvæðið. Aðkoma verður frá Bústaðavegi og fram- tíðar Hlíðarfæti um Flugvallarveg. Hér er um djarfa og kostnaðarsama til- lögu að ræða og því hafa Valsmenn leit- að leiða til þess að sýna fram á að engu að síður sé um raunhæfa tillögu að ræða og það hefur komið á daginn. Reykjavík í maí 2002 Kristján Asgeirsson ALARK arkitektar ehf. Valsblaðið 2002 13

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.