Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 34

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 34
™Ih seilingar? Meistaraflokkur karla í handknattleik er á góðri siglingu undir stjórn Gelrs Sveinssonar Geir Sveinsson er nú á sínu fjórða ári sem þjálfari meistaraflokks karla og hef- ur liðinu gengið betur með hverju árinu síðan hann tók við. Við Valsmenn gerum okkur líka vonir um að nokkurra ára titlalaust tímabil verði senn á enda en vissulega er ekkert sjálfsagt í þeim efn- um. Geir hefur frá mörgu athyglisverðu að segja varðandi handboltann í Val og ýmislegt annað. „Það skiptir miklu meira máli fyrir mig að ég skilji eitthvað eftir mig þannig að það sé einhver framtíð hvað handbolt- ann snertir en að vinna einhverja titla. Ég geng sáttur héðan í burtu ef ég get sagt að einhverjir leikmenn séu orðnir betri, umgjörðin sé betri, klúbburinn öflugri, áhorfendafjöldi hafi aukist og að hér sé öflugt starf í gangi. Ég vel það frekar heldur en dollurnar," segir Geir um starf sitt hjá Val. Geir hefur að sjálfsögðu skoðun á því starfi sem unnið er hjá Val og þeim möguleikum sem felast í nýja framtíðar- skipulaginu: „Ég er mjög ánægður með að það skuli vera búið að ákveða hérna framtíðarsvæði fyrir félagið. Maður ótt- aðist á tímabili að hérna myndi allt líða undir lok. A sínum tíma var ég mjög hlynntur hugmyndinni um sameiningu við Fjölni fyrst og fremst til að fjölga iðkendum. Eftir á að hyggja var það ekki tímabært, af einni sérstakri ástæðu. Mér finnst innra starf Vals ekki nægilega öfl- ugt og að við ættum að taka aðeins til í okkar garði áður en við förum að ráðast inn í aðra garða. Nú er gott tækifæri til þess. Það er búið að tryggja Val ákveðna framtíð sem á að vera tilbúin innan fimrn ára. Ef það verður að veruleika þá er það alveg meiriháttar en það eitt og sér dugir ekki. Hinn almenni Valsmaður verður að gefa meira af sér og félagið í heild sinni verður að fara í ákveðna stefnumótun. Við verðum að vita hvað við ætlum okk- Feðgarnir Geir Sveinsson þjálfari meistaraflokks Vals og sonur hans Arnar Sveinn sem iðkar bœði handbolta og fótbolta í Val og þykir stórefnilegur. Geir er sá lágvaxnari á myndinni!! ur, setja okkur markmið og vinna mark- — Má ekki krefjast þess af ykkur að visst að þeim. Mér fínnst þetta ekki vinna titla á yfirstandandi tímabili? liggja nægilega ljóst fyrir." „Fólki finnst það kannski eðlilegt í 34 Valsbiaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.