Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 9
asson en auk þeirra létu Sveinn Zoega
formaður körfuknattleiksdeildar og Sig-
urður Ragnarsson formaður handknatt-
leiksdeildar af störfum á starfsárinu.
Breytingar urðu ekki á starfsmannahaldi
félagsins og Sveinn Stefánsson er fram-
kvæmdastjóri, Brynja Hilmarsdóttir
skrifstofustjóri og Sverrir Traustason,
Elín Elísabet Baldursdóttir og Baldur Þ.
Bjamason sjá unt rekstur mannvirkja og
húsvörslu.
Hefðbundið starí
Allir hefðbundir og fastir liðir í starfi fé-
lagsins voru á sínum stað á árinu. Á
gamlársdag var fyrirliði meistaraflokks
kvenna í knattspymu Rósa Júlía Stein-
þórsdóttir kjörin, íþróttamaður Vals árið
2001. Þorrablótið var reyndar frekar illa
sótt í febrúar en hins vegar var metþátt-
taka á herrakvöld í nóvember sl. Þangað
mættu um 260 Valsmenn og gestir þeirra
og skemmtu sér vel. Friðrik Sophusson
var veislustjóri og fjármálaráðherra Geir
Haarde var gestur kvöldsins. Sumarbúð-
ir í borg voru á sínum stað í sumar ásamt
námskeiðum á vegurn deilda félagsins.
3. flokkur drengja náði helsta markmiði sínu sl. sumar að fara úr B-riðli í A-riðil. Aft-
ari röðfrá vinstri: Þór Hinriksson þjálfari, Daði Jónsson, Óli V. Ægisson, Jón K. Jóns-
son, Stefán Þórarinsson, Sverrir Norland, Magnús Friðriksson, Sigurgísli Júlíusson,
Torfi G. Hilmarsson, Hreiðar Þórðarson liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Einar O.
Guðmundsson, Elvar Friðriksson, Lárus G. Lúðvigsson, Þórður S. Hreiðarsson, Einar
Gunnarsson, Ari F. Skúlason, Ingvar Árnason, Sveinn S. Höskuldsson, Brynjar Haf-
þórsson. (Mynd ÞÞ)
Framkvæmdir
Ekki var mikið um framkvæmdir á fé-
lagssvæðinu á árinu utan hefðbundins
daglegs viðhalds. Þó var gengið frá
nýju öryggiskerfi í húsnæði félagsins í
kjölfar aukinna krafna í þeim efnum sem
uppfylla þurfti. Einnig var í haust ráðist í
það að taka upp stóran hluta af aðal-
keppnisvelli félagsins og leggja þar nýtt
torf á. Það sama var gert við hluta af æf-
ingavelli félagsins og þar með haldið
áfram með framkvæmdir sem hófust á
árinu 2001. Á árinu voru settar upp
myndir af öllum heiðursfélögum félags-
ins í félagsheimilinu á 2. hæð á Hlíðar-
enda og var það gert á mjög smekklegan
hátt. Fulltrúaráð Vals kostaði myndirriar
og uppsetninguna.
Fjármál
Eins og fram kom hér að ofan varð veru-
leg breyting til batnaðar í fjármálum fé-
lagsins í tengslum við samninga við
Reykjavíkurborg. Þetta gerði það að
verkum að í haust var staðan þannig að
hægt var að greiða jafnóðum allan kostn-
að sem til féll. Jafnframt voru allar lang-
tímaskuldir, aðrar en við Landsbanka ís-
lands, uppgreiddar á þessum tíma og
engar skammtímaskuldir voru til staðar. I
fjárhagsáætlunum fyrir árið 2003 er gert
ráð fyrir því að hægt verði að ráðstafa
nokkru af tekjum, af eignum félagsins til
rekstrar deilda í stað þess að undanfarin
ár hafa allar tekjur farið til greiðslu á
vöxtum. Þetta er vissulega breyting en
um leið er öllurn ljóst að það má ekkert
slaka á aðhaldi í rekstri félagsins og
mjög vel hefur verið fylgst með öllum
rekstrarkostnaði á árinu 2002 og það er
full þörf á að halda því áfram. Haldið
verður áfram þeirri stefnu, sem mörkuð
var 2001, með skipan fjárreiðunefndar
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirliði meistaraflokks ífótbolta, afhenti viðurkenningu fyr-
ir góðan árangur í 4. flokki stúlkna. Frá vinstri: Besta ástundun: Thelma Björk Einars-
dóttir. Liðsmaður flokksins: Rakel Sif Haraldsdóttir. Mestu framfarir: Hólmfríður
Kristín Ámadóttir. (Mynd: ÞÓ)
Valsblaðið 2002
9