Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 16

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 16
Eftin Þröst Helgason Markús Máni og Ragnar Ægisson í góðu strandstuði! unarvert að fylgjast með hvernig Markús nær að drífa strákana áfram í skemmti- legum teygjuæfxngum. Tveim dögum áður en mótið sjálft hófst var okkur boðið í glæsilega matar- veislu til foreldra hans Einars sem búa einmitt í Barselóna í fallegu raðhúsi og voru okkar dyggustu stuðningsmenn á mótinu. (Þess má geta að Einar var rass- skelltur í ferðinni en hann tók því ekki vel. Eins og venjan er þá eru nýliðar rassskelltir í sturtunni eftir að hafa skor- að fyrsta markið sitt í mfl.) Það gladdi okkur sérstaklega þegar pabbi Einars tók á móti okkur í skyrtu sem hann sérpant- aði að heiman úr skyrtusafni Dr. Gunna (eru ekki allir í stuði) sem fyllti litlu köldu, íslensku hjörtu drengjanna stolti. Það var gaman að vera Islendingur á Spáni. Það varð allt vitlaust þegar það kom í ljós að fólkið var með sundlaug í garðinum, sundlaugin sem átti að vera á hótelinu var allt í einu stödd þarna eins og í draumi nema að menn voru vakandi og gjörsamlega slepptu sér. Bjarki litli, sem hafði ekkert rídalín fengið eftir að hann kom til Spánar, sá til þess að marg- ur Spánverjinn í nágrenninu vaknaði þreyttur og pirraður daginn eftir. Svo sýndi Ási hvemig lyftingamar um sum- arið hefðu skilað árangri með því að henda Reynold kallinum í laugina í föt- unum. Mitt í öllum látunum sat Roland á bekk, söng bláa blúsinn og velti því fyrir sér hvað Einar væri að gera á íslandi þegar hann gæti búið svona huggulega með foreldrum sínum. Þegar mótið loksins byrjaði á laugar- degi náðum við að komast í undanúrslit og spiluðum við franska liðið Lyon en töpuðum á sannfærandi hátt. Því þurftum við að bíta í þá hráu kartöflu að spila um þriðja sætið á mótinu. Leikurinn var spil- aður daginn eftir á móti öðm frönsku liði sem heitir Cretél og tapaðist hann líka eftir spennandi lokamínútur. Ekki fara með þetta neitt lengra lesandi góður þar sem þjálfarinn fullyrti í viðtali í DV um Sparrow í góðum fi'ling, gimmefcev, man! daginn að við hefðum ekki tapað leik á undirbúningstímabilinu. SnoiTÍ hélt uppi vafasömum heiðri liðsins með því að vinna fair play bikarinn á mótinu_. „Snorri minn við vitum alveg að þetta var fair play bikar af hverju viðurkenn- irðu það ekki bara“?!! Eftir mótið voru leikmenn staðráðnir í að „drekka“ í sig menningu hinnar fögru Barselónaborgar. Sumir fóru í leikhús á meðan aðrir fóru á einhverja skemmtilega óperu eða þá bara skoðuðu sig urn á lista- söfnum. En því miður gerðist sá sorglegi atburður að nokkrir af ungu strákunum fóm á diskótek (Kristján, Einar, Patti og Roland) og voru sumir af þeim meira að segja að blanda geði við ungar spænskar meyjar. Reynold tók það að sér að skamma þá fyrir þessa andsk. vitleysu og vonuni við Valsmenn innilega að þeir hafi lært af þessu og snúi til hins betra lífs með okkur hinum. Síðasti dagurinn fór í það að versla gjafir í Barselóna og keyptu margir eitthvað handa ástkonum sínum (íuóralsk- ar gjafir). Allir fóru að versla nema Mummi og Davíð Höskulds en þeir fundu enga búð, bara kaffihús. Ferðin var mjög vel heppnuð í alla staði og á þjálfarinn okkar stærstan heið- urinn að því. En engu að síður voru menn ánægðir að koma heim því þar biðu hrein nærföt og ný náttföt og sofn- uðu þreyttir strákar með bros á vör. Hössi hösslar á stönginni, engu gleymt. Er enn laust á Oðal? 16 Valsblaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.