Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 69

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 69
Eftir Anthony Karl Gregory Súrir en silfraðir drengir: Aftari röð frá vinstri: Anthony Karl Gregory, Sœvar Jónsson, Jón S. Helgason, Davíð Garðarsson, Sigtryggur Olafsson, Jón Gunnar Bergs, Gunn- laugur Einarsson, Örn Erlingsson, Heimir Jónasson. Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Ragnarsson, Arnaldur Loftsson, Ólafur K. Ólafs, Þorgrímur Þráinsson, Ingvar Guð- mundsson, Kolbeinn Reginsson, Böðvar Bergsson og Ólafur Jóhannesson. (Mynd ÞÓ) Old boys flokkur Vals komst í úrslitaleik íslandsmótsins 2002, en stefnt hafði ver- ið að því frá árinu áður, þegar liðið var slegið út í undanúrslitum. Að þessu sinni voru andstæðingamir Breiðablik, lið sem löngu er orðið frægt fyrir góðan old boys flokk enda unnið fjölda titla í gegnum árin. Stemmningin í Valshópnum var góð fyrir leikinn .og flestir leikmanna heilir þótt sumir hafi kvartað undan álags- meiðslum. Þjálfarinn, Anthony Karl Gregory, var meiddur á hné en það vom lítil tíðinda þar sem hann hafði verið óleikfær nánast allt sumarið vegna ým- issa meiðsla. Annars var leikmannahópur Vals skipaður miklum kempum sem höfðu gríðarlega reynslu og spilað gegn knattspymustjömum á borð við Platini, Laudrup, Weah, Hoddle, Hyypia og fleirum. Leikurinn fór vel af stað og skoruðu Valsmenn fyrsta markið, Böddi Þjálfarinn Tony leggur upp hina einföldu sigurtaktík fyrir leikinn. Ferguson-svip- urinn leynir sér ekki. Bergs með „mark aldarinnar“ en Blik- amir náðu að jafna. Þar næst skoruðu Valsmenn annað mark og var staðan orð- in 2-1 fyrir Val þar til skammt var eftir af leiknum. Og ekki skorti Valsmenn færin því Sævar Jóns og Jón Gunnar Bergs hittu ekki rammann þótt þeir stæðu nán- ast á marklínu! Þrátt fyrir það vom Vals- menn innan sem utan vallar nánast byrj- aðir að fagna fyrsta íslandsmeistaratitli karla í knattspymu í ansi langan tíma, en aftur sannaðist að aldrei skal fagna sigri fyrr en lokaflaut dómarans gellur. Þegar 30 sekúndur vom eftir af leiknum misstu Valsmenn boltann klaufalega, Blikar bmnuðu upp í skyndisókn og skoruðu. Jafnt var því eftir venjulegan leiktfma og því var framlengt. Skemmst er frá því að segja að úthaldið var betra hjá leik- mönnum Breiðabliks og skoruðu þeir tvö mörk og sigruðu því, 4-2. Það vom svekktir leikmenn Vals sem gengu af velli en það stóð ekki lengi og var gamla brosið komið aftur hjá flestum í búnings- klefanum, enda við Valsmenn staðráðnir í að koma tvíefldir að ári og sigra. Fyrr um sumarið tók old boys flokkur- inn þátt í Pollamóti Þórs á Akureyri. Mótið er Þórsumm til fyrirmyndar enda flykkjast hundruðir gamalla knattspymu- kappa norður ár eftir ár til að taka þátt í fjörinu með fjölskyldum sínum. Vals- menn fjölmenntu og áttu notalegar stundir saman þessa fyrstu helgi í júlí og var ákveðið að endurtaka gleðina að ári. Þrátt fyrir að vera án nokkurs efa sterkasta lið keppninnar féllu Valsmenn út í undanúrslitum í vítaspyrnukeppni en unnu svo leikinn um þriðja sætið. Þegar litið er á sumarið í heild sinni getum við Valsmenn verið nokkuð ánægðir með ár- angur old boys þetta árið; annað sætið á íslandsmótinu og þriðja sætið á Polla- mótinu. En auðvitað viljum við titla og verður stefnt á þá næsta sumar. Valsblaðið 2002 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.