Valsblaðið - 01.05.2002, Page 62
Einn af bestu sonuin Vals, Ellert
Sölvason, er fallinn frá. Lolli í Val er lík-
lega eini knattspymumaður þessa lands
sem hefur verið kenndur við félagið sitt.
í brjósti Lolla sló Valshjarta, risastórt og
hlýtt Valshjarta. Þótt Lolli hafi átt því
láni að fagna að verða margfaldur ís-
landsmeistari og heilla knattspymuá-
hugamenn upp úr skónum með leikni
sinni og hraða voru það vinirnir í Val, fé-
lagsskapurinn að Hlíðarenda og hin
glæsilegu ungmenni sem voru honum
efst í huga síðustu áratugina. Mér er sá
dagur minnisstæður þegar ég ók Lolla
heim að Hlíðarenda fyrir nokkrum árum.
Hann var þögull og eftirvæntingarfullur
enda hafði hann ekki komið niður á Vals-
völl um tveggja ára skeið sökum lasleika.
Þegar við renndum fram hjá Friðrik-
skapellu trítluðu nokkrir brosmildir Vals-
strákar yfir veginn og spörkuðu bolta á
milli sín. Æskufjör lék um andlit þeirra,
vorfiðringur í tánum. „Ó, hve þetta er
fögur sjón,“ sagði Lolli og andlit hans
ljómaði. Tilfinningaþrungin þögn ríkti á
meðan Lolli naut þess að fylgja drengj-
unum eftir í huganum. Hann hafði aug-
ljóslega slegist í hópinn, léttur í lund, til
að finna ilminn af grasinu, til að gantast
við félagana, til að leika listir sínar, til að
njóta augnabliksins en umfram allt — til
að vera á þeim stað þar sem hann naut
sín best — að Hlíðarenda. Lolli felldi tár,
hendur hans titruðu. „Hérna vorum við
svo að moka flórinn," sagði hann eftir
andartak og leit á gamla fjósið sem var
um árabil eina félagsheimili Vals. „Og
við bárum skítinn út á völl, svo grasið
sprytti hraðar.“
Á meðan Lolli hafði heilsu til sótti
hann alla heimaleiki félagsins og við,
sem héldum uppi heiðri Vals á knatt-
spymuvellinum í lok áttunda áratugarins
og á þeim níunda, nutum þess að hafa
Lolla í návist okkar. „Er ekki húmorinn í
lagi?“ voru einkunnarorð Lolla og hann
brýndi fyrir okkur að njóta þess að spila
knattspyrnu, sagði það lykilinn að vel-
gengni. Lolli var eins og grár köttur í
+
Ellert D. Sölvason
fæddup 17. des. 1917 - dainn 8. mars 2002
kringum okkur, jákvæður og hvetjandi.
Og hann þreyttist aldrei á að sýna okkur
hvernig ætti að taka „kontrabolta" sem
hann gerði svo listavel. Lolla þótti aldrei
auðvelt að horfa á leiki sökum spennings
og þótt hann hafi orðið vitni að sigri Vals
trúði hann aldrei úrslitunum fyrr en hann
var kominn heim og heyrði þau tíunduð í
fréttum útvarpsins. Þá gat hann loksins
slakað á. Sæll og glaður.
Lolli fékk nafngiftina Kötturinn þegar
hann var upp á sitt besta í boltanum enda
með góðan bakgrunn úr fimleikum. I
viðtali við Valsblaðið 1999 sagði Lolli:
„Það var gaman þegar við lékum með
landsliðinu gegn þýsku úrvalsdeildarliði
í Þýskalandi árið 1939. Ég lenti á á móti
landsliðsmanni sem átti 11 ár að baki
með landsliðinu. Ég lék mér víst að hon-
um eins og köttur að mús en eftir þann
leik fékk ég nafngiftina Kötturinn. Her-
mann Hermannsson, markvörður Vals, sá
til þess en hann sagði alltaf: „Ég veit
aldrei hvað snýr upp eða niður á honum
Lolla þegar ég gef á hann.““
Kunnugir segja að væri Lolli ungur
maður í dag, með þá hæfileika sem hann
var gæddur, væri hann að leika meðal
fremstu knattspyrnumanna Evrópu.
Það er sárt að sjá á eftir Lolla en líkast
til er hann hvíldinni feginn. Lolli mark-
aði djúp spor í sögu Vals, spor sem verða
aldrei afmáð. Þótt Lolli ætti góða að var
Valur hans fjölskylda, hjartsláttur hans
var að Hlíðarenda. Fyrir hvern einasta
leik meistaraflokka Vals í knattspymu
hringdi Lolli í húsverðina og bað fyrir
góðar kveðjur. Hugur hans var hjá þeim
sem léku fyrir hönd Vals, þeirra var
framtíðin. Hann gat svo auðveldlega sett
sig í þeirra spor.
Síðustu æviárin bjó Lolli í lítilli íbúð í
Hátúni. Hann vildi vera einn með sjálf-
um sér en engu að síður var notalegt að
líta við hjá honum. „Elsku drengurinn,“
sagði hann jafnan, „komdu fagnandi“.
Þessi orð eru orðin hans Lolla og hann
sagði þau ætíð af hjartans einlægni.
Sjónvarpið stytti honum stundimar síð-
ustu árin. Hann sagðist aldrei fara upp
fyrir rás 4 á Fjölvarpinu. Þar var
Eurosport. Hann brosti, dáðist að þeim
erlendu stjömum sem voru fimar með
knöttinn og léku af drenglyndi. Hann
vitnaði oft í séra Friðrik stofnanda Vals;
„Látið aldrei kappið bera fegurðina ofur-
liði“ enda á þetta vel við Lolla. Á veggn-
um yfir rúminu hans Lolla var mynd af
Islandsmeisturum Vals í knattspymu árið
1987. „Undir þessari mynd sef ég alltaf
vel,“ sagði Lolli lotningarfullur og
dreyminn. Svipur hans bar þess merki að
ljúfar minningar stóðu honum ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum.
Lolli hefur verið lagður til hinstu hvflu
en hann mun engu að síður vaka yfir
Hlíðarenda um ókomna framtíð. Allt
fram til síðasta augnabliks í lifanda lífi
var Valur efstur í huga Lolla. Þegar vinir
báðu Lolla guðsblessunar, bætti hann
jafnan við, „og Val lflca." Minningin um
sterkan persónuleika og traustan vin mun
lifa. Knattspymufélagið Valur sendi fjöl-
skyldu Lolla, vinum og ættingjum, sínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Þorgrímur Þráinsson
62
Valsblaðið 2002