Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 23
Starfið er margt Dómari ársins hjá knattspyrnudeild 2002 var valinn Brynjar Níelsson. Biynjar var staddur erlendis þegar viðurkenningin var veitt. A myndinni er sonur hans, Einar, ásamt Ólafi Má Sigurðssyni for- manni unglingaráðs. (Mynd ÞÓ) Búnaðarbankinn við Hlemm veitti viðurkenningu Markadrottningu Vals og Markakóngi Vals í meistaraflokkum félagsins. Asgerður Hildur Ingibergsdóttir var markadrottning Vals en markakóngarnir voru tveir í suniar, þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Magnús Már Lúðvíksson. (Mynd ÞÓ) menn undir forystu Sigurbjöms Hreið- arssonar, fyrirliða. Keppnistímabilið 2002 Ekki fór mikið fyrir Valsliðinu á undir- búningstímabilinu og var árangur í deild- arbikarkeppni og Reykjavíkurmóti ekki sérstakur. Valsliðið komst í 8-liða úrslit í deildarbikamum og lenti í 3ja sæti í sín- um riðli í Reykjavíkurmótinu. Þó náði liðið þeim árangri að sigra í Reykjavik- urmótinu innanhúss. En þeir sem fylgdust grannt með fram- gangi mála og vinnu Þorláks með liðið sáu að hann var að setja saman öflugan leikmannahóp. Fyrsti leikur í 1. deildar- keppninni var við nýliða Aftureldingar og fór hann fram í Mosfellsbæ. Jafntefli varð í leiknum 1-1 og jöfnuðu Valsmenn er langt var liðið á leikinn með glæsilegri bakfallspymu Jóhanns Hreiðarssonar. Ekki leist mönnum of vel á frammistöðu okkar manna og fannst sem ýmislegt þyrfti að smyrja betur til að liðið næði árangri. En hafi menn haft áhyggjur reyndust þær ástæðulausar því að í hönd fór glæsilegur leikjakafli þar sem Valur vann hvem leikinn af öðmm og marga með yfirburðum. Liðið sigraði í 10 leikj- um í röð í deildarkeppninni eftir fyrsta leikinn gegn Aftureldingu í maí. Liðið tapaði næst stigum í byrjun ágúst gegn Sindra í tapleik, sem fram fór á Homa- firði. Var haft á orði að glæsileg humar- veisla, sem leikmenn voru boðnir til fyrir leikinn hefði slævt einbeitinguna. Eini skugginn, sem bar á fyrrgreint sigurleikjaskeið, var tapleikur gegn Leiftri/Dalvík í 16 liða úrslitum bikars- ins um miðjan júní, en eftir því sem leið á sumarið og yfírburðir Vals í 1. deild voru staðreynd, þá söknuðu menn þess að sjá ekki þetta stórskemmtilega knatt- spymulið etja kappi við einhver úrval- deildarlið í bikarkeppninni. Fór svo að Valur hafði tryggt sér sæti í úrvalsdeild að nýju eftir sigur á Víkingi í 13. um- ferð, sem mun vera einsdæmi. Var Valur með 34 stig og markatöluna 27-4 eftir þessa 13 leiki. Eins og sjá má af marka- tölunni, þá var það geysisterkur vamar- leikur með Ármann Smára Bjömsson og Guðna Rúnar Helgason sem lykilmenn í hjarta vamarinnar, sem m.a. skóp þessa frábæru frammistöðu. Þá var fyrirliðinn Sigurbjöm Hreiðarsson, kjölfesta í miðjuspili liðsins auk þess, sem hann skoraði nokkur mikilvæg mörk. Ármann Smári vakti verðskuldaða athygli og var valinn í byrjunarlið U-21 landsliðsins, en hann hafði verið í U-21 landsliðshópnum árið áður. Valsmenn í víking Það var ákveðið af hálfu Vals að heimila, að Ármann Smári og Guðni Rúnar færu að láni til Noregs til að spila út keppnis- tímabilið þar með þarlendum úrvals- deildarliðum, Ármann með Brann og Guðni með Start. Þessi ákvörðun var tekin annars vegar vegna þess að þessi ráðstöfun skapaði Val tekjur og hins veg- ar þá var þetta kjörið tækifæri fyrir strák- ana að spreyta sig í norsku úrvalsdeild- inni auk þess að skapa þeim einnig tekj- ur. Spiluðu Ármann og Guðni því ekki síðustu 4 umferðir Islandsmótsins með Val. Ármann vakti mikla hrifningu hjá þeim Brann-mönnum og hefur flogið fyrir að tilboðs sé að vænta frá liðinu í Ármann. Um svipað leyti og Guðni og Ármann fóru til Noregs, fóru Stefán Helgi og Sigurður Sæberg utan til náms þannig að 4 fastamenn liðsins hurfu af vettvangi síðustu leiki mótsins. Valsblaðið 2002 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.