Valsblaðið - 01.05.2002, Side 50
Ungir Valsarar
Það er ekki gott að iðka knattspymu ristarbrotin. Kristín Jóns-
dóttir leikmaður 3. flokks hefur sannreynt það en hún fékk
mark ofan á fótinn þegar hún og stöllur hennar voru að færa það
til á gervigrasinu í Laugardal í lok nóvember. „Ég má líklega
byrja að skokka aftur fyrir jól en ekki byrja í fótbolta fyrr en í
febrúar. Jú, þetta er svekkjandi en það þýðir ekki að fást um
það.“
Kristín, sem er 14 ára, er nýflutt í Garðabæ en ætlar engu að
síður að halda tryggð við Val þótt yngri systir hennar ætli að
skipta yfir í Stjörnuna. „Það kemur ekki annað til greina en að
vera áfram í Val,“ segir hún. „Ég hef verið í félaginu síðan í 6.
flokki, þar eru allar bestu vinkonu mínar og þess vegna kemur
ekki til greina að skipta."
Foreldar Kristínar em Svanhildur Þengilsdóttir og Jón Hösk-
uldsson. Kristín hefur hug á því að læra læknisfræði eða við-
skiptafræði en eins og margar knattspymustúlkur langar hana
að sameina nám og knattspymuiðkun í Bandaríkjunum þegar
fram líða stundir. „Ásthildur Helgadóttir, sem er fyrirmynd mín
í boltanum, var við nám í Bandaríkjunum og það væri frábært
að geta fengið dýr skólagjöld felld niður vegna knattspyrnuiðk-
unar. Reyndar gæti ég líka hugsað mér að spila annars staðar en
í Bandaríkjunum en þó má maður ekki fara fram úr sjálfum sér.
Fyrst er að tryggja sig í sessi hjá Val, vonandi síðan landsliðinu
og svo getur maður farið að hugsa lengra."
— Áttu þér aðrar fyrirmyndir í boltanum en Ásthildi?
„Já, Eið Smára og Guðna Bergsson. Tveir góðir Valsarar."
Kristín segir að 3. flokkur hafi lent í 3. neðsta sæti á sínum
riðli á Islandsmótinu en hins vegar gengið vel á hinu árlega
Gothia Cup í Svíþjóð. Hún leikur sem framlínumaður en henni
gekk ekki sem skyldi að finna netmöskvana í sumar, líklega
sökum þess að hún var á yngra ári. „Mér gekk betur árið áður
en eflaust munar um hvert ár þegar maður er svona ungur.“
— Hvað þarftu helst að bæta til að ná langt í fótbolta?
„Ég hef verið að vinna í þolinu, hlaupa fyrir æflngar en eftir
ineiðslin þarf ég án efa að bæta allt. Maður dettur úr spilaæf-
ingu, snerpan minnkar og sjálfstraustið en vonandi verður
þetta fljótt að koma til baka.“
— Hvað er eftirminnilegast úr boltanum?
„Þegar við urðum Reykjavíkurmeistarar bæði A- og B-
liða utanhúss og líka þegar við unnum Hauka á Islands-
mótinu í 4. flokki en það var víst talið sterkasta liðið.“
— Hver stofnaði Val og hvenær?
„Það var séra Friðrik og hann stofnaði líka Hauka.
Ég held að hann hafi stofnað Val 1918 eða eitthvað
svoleiðis, nei djók.“
Kristínu langar að sameina nám
og knattspymuiðkun í Bandaríkj-
unum í framtíðinni. (Mynd ÞÞ)
50
Valsblaðið 2002