Valsblaðið - 01.05.2002, Page 61

Valsblaðið - 01.05.2002, Page 61
Efön Óskar Bjarna Óskarsson f Ut herjar Handknattleiksmenn Vals gera garðinn frægan í útlöndum Það eru ávallt einhverjir leikmenn Vals sem leika með öðrum félagsliðum, ein- hverjir eru keyptir til útlanda, sumir vilja breyta til og aðrir fengu kannski mögu- leika að leika annars staðar og öðlast þannig reynslu. Hver veit nema einhverj- ir þessara góðu leikmanna komi aftur og leiki með gamla félaginu sínu, Knatt- spyrnufélaginu Val. Við erum stoltir af „útherjum" okkar sérstaklega þar sem þetta er viðurkenning á góðri uppeldis- stefnu handknattleiksdeildarinnar. Eftirtaldir Valsmenn leika með öðrum liðum: Þýskaland: Olafur Stefánsson, Einar Örn Jónsson (Haukar), Sigfús Sigurðsson og Valur Örn Arnarson (FH) Ítalía: Guðmundur Hrafnkelsson Japan: Dagur Sigurðsson Danmörk: Kári Guðmundsson (IR) Noregur: Daníel Ragnarsson og Theódór Hjalti Valsson ísland: UMFA = Ólafur Haukur Gíslason, Erlendur Egilsson, Atli Steinþórsson, Benedikt Ólafsson og Valgarð Thoroddsen Selfoss= Hannes Jón Jónsson IR = Fannar Þorbjömsson og Júlíus Jónasson GróttaKR = Davíð Ólafsson og Ingimar Jónsson Dagur Sigurðsson (tv) og Ólafur Stefánsson eru fremstir meðal jafningja í „útherja- sveit” Vals um þessar mundir en Geir Sveinsson, sem stendur á milli þeirra, stýrir meistaraflokki Vals að Hlíðarenda -— útherjum framtíðarinnar. Myndin var tekin þegar þeir léku með Wuppertal. 19 leikmenn teljast því til útherja nú í ár en samt kemur það ekki að sök því ungu drengimir hans Geira em á toppnum í ESSO deildinni og eru að leika mjög vel. Fyrir keppnistímabilið 2001-2002 missti Valur 8 leikmenn úr 14 manna leik- mannahópi sínum; Valdimar Grímsson (HK), Júlíus Jónasson (ÍR), Fannar Þor- bjömsson (ÍR), Hannes Jón Jónsson (Selfoss), Petkuvisus (KA), Valgarð Thoroddsen (UMFA), Theódór Hjalti Valsson (Haslum) og Daníel Ragnarsson (Haslum). í staðinn fékk liðið einn leik- mann, Einar Gunnarsson úr Haukum. Hvaða félag gæti orðið fyrir svona blóð- missi en samt endað númer tvö í deild og íslandsmóti? Frábær árangur hjá drengj- unum en í leikmannahópnum vom þrír aðkomuleikmenn Ronald Eratze, Einar Gunnarsson og Pálmar Pétursson. Það merkir að í 14 manna leikmannahóp reyndust 11 uppaldir Valsmennl! Geri aðrir betur. Geir Sveinsson á skilið ótrú- legt hrós fyrir frábæra vinnu, er mikill leiðtogi og frábær þjálfari. Valsblaðið 2002 61

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.