Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 45
Eftír Þorgrím Þráinsson
jafnvel þótt það kalli á aukin útgjöld.
Það mun skila sér margfalt til baka þegar
til lengri tíma er litið. Og Valur verður að
gera þá kröfu til þjálfaranna að þeir hlúi
að hverjum einstaklingi með hámarksár-
angur í huga. Ýmislegt má gera til að
kveikja eldmóð hjá Valsmönnum, fylla
þá sjálfstrausti og hvetja þá til að ná
toppárangri sem íþróttamenn — og ekki
síst sem einstaklingar í lífinu sjálfu. Ef-
laust finnst sumum að Valur eigi ein-
göngu að einbeita sér að því að hlúa að
iðkendum sem íþróttamönnum, ekki
skipta sér af „uppeldismálum" eða stíga
inn á verksvið foreldranna þar sem
ákveðin gildi eru hugsanlega höfð að
leiðarljósi. En hvaða foreldarar vilja ekki
að barnið þeirra njóta fyllsta stuðnings
hjá íþróttafélaginu sínu, ekki síst ef það
mun leiða af sér heilsteyptari einstak-
ling? Öll viljum við að börnin okkar
njóta fullkominnar fagmennsku af hálfu
kennara í leikskólum og grunnskólum og
þjálfunar hjá íþróttafélögum.
Fleini sérfræðinga
Valur á að hafa greiðan aðgang að
„sérfræðingum" sem iðkendur eiga að
geta leitað til án fyrirhafnar og þeim að
kostnaðarlausu. Ef einhver vill til að
mynda bæta mataræðið getur viðkom-
andi haldið matardagbók í viku eða leng-
ur og fengið ráðleggingar frá næringar-
ráðgjafa í kjölfarið. Ef Valsmaður vill
auka sprengikraft og stökkkraft á hann
að hafa greiðan aðgang að sérfræðingi
sem getur sett upp ákveðna æfmgaáætlun
— og svo mætti lengi telja. Og Valur á að
stuðla að því að iðkendur, til að mynda
frá 12 ára aldri, setji sér markmið í íþrótt-
um, skólanum, heimafyrir og svo fram-
vegis, skrifi þau niður, lesi þau reglulega
yfir og njóti þess aðhalds sem þarf til að
ná markmiðum sínum. Æskilegt er að
setja sér skammtímamarkmið, sem og
markmið til eins árs, fimm eða tíu ára.
Undirmeðvitundin vinnur langt á undan
daglegri skynjun ef við skrifum markmið
okkar niður og hengjum blaðið upp þar
sem við getum lesið það daglega.
Valur á að geta veitt aðstoð á öllum
sviðum, andlegum sem líkamlegum, sem
gera iðkendur okkar að betri íþrótta-
mönnum og heilsteyptari einstaklingum.
Dæmin sanna að þeir, sem eru miklir
persónuleikar og með sterka sjálfsmynd,
skara framúr. Það er ekki hægt að gera
þá kröfu til þjálfara að þeir séu sérfræð-
ingar á öllum sviðum og þess vegna
verður að gefa þeim að svigrúm til að
leita í smiðju annarra. Valur á að bjóða
þjálfurum upp á það vinnuumhverfi,
bæði launalega og hvað varðar aðstöðu,
að þeir geti sinnt þjálfuninni í nokkra
klukkutíma á hverjum degi, þannig að
þeir geti hlúð að hverjum og einum,
markvisst.
Klókir, skapandi, huysandi
Þeir sem hafa náð árangri í íþróttum
vita að það að Ieggja rækt við að bæta
sínar veiku hliðar skilar ekki bara fram-
förum heldur rýkur sjálfstraustið upp úr
öllu valdi og árangurinn verður marg-
faldur. Það stoðar lítið að vera sterkur og
öflugur ef maður hleypur um, stefnulaus
eins og naut í flagi, þótt vissulega geti
verið erfitt að glíma við slíka gripi. Við
eigum að vera klókir, hugsandi, skap-
andi, nýta okkur þann andlega styrk sem
við búum yfir, læra að lesa leikinn, sjá
ætíð 2-3 sendingar fram í tímann, vera
skrefinu á undan og svo framvegis. Þetta
er allt mögulegt með réttri þjálfun, rétt-
um aðbúnaði og ef við nýtum okkur þá
einstaklinga sem búa yfir þekkingu á
þessu sviði, einstaklinga sem geta hjálp-
að okkur til að njóta velgengni. Allir
flokkar Vals ættu að hlýða á fyrirlestra á
hverju ári um margvíslega þætti sem
bæta þá sem íþróttamenn og einstak-
linga. Valur á að vera í fararbroddi á
þessu sviði svo það verði eftirsóknarvert
að æfa með Val.
Handboltahugsuðurinn
Bestu þjálfarar heims eru þeirrar skoð-
unar að einn vannýttasti hluti þjálfunar í
hvaða íþróttagrein sem er — sé andlegi
þátturinn. Máttur hugans eru engin tak-
mörk sett og eins og flestir vita notar
meðalmaður aðeins 7% af heilanum.
Hvað gerir Valsmaðurinn Ólafur Stefáns-
son, einn besti handboltamaður heims í
þessum efnum? Það er engin tilviljun að
hann er kallaður „handboltahugsuður-
inn“ og hefur í tvígang verið kjörinn
besti leikmaður Bundesligunnar. Ólafur
nýtir sinn andlega styrk til fullnustu?
Hvemig fer hann að því? Eingöngu með
hugleiðslu eða fer hann yfir þær stöður,
þau augnablik sem koma aftur og aftur
upp í leikjum? Er hann betur undirbúinn
þegar á hólminn er kominn af því að
hann sér hlutina fyrir sér — fyrirfram?
Staðreyndin er sú að hann þekkir sjálfan
sig, þorir að horfast í augu við kosti sína
Greinarhöfundur er síðasti fyrirliði
meistaraflokks í knattspymu sem hamp-
aði Islandsmeistarabikarnum. Það var
árið 1987. Effélagið okkar heldur vel á
spöðunum munu Valsmenn verða Is-
landsmeistarar á ýmsum sviðum þegar
fram líða stundir.
og galla og leitar inn á við. Getur Ólafur
Stefánsson vakið Valsmenn til meðvit-
undar um mikilvægi þess að leggja rækt
við andlegu hliðina? Það er engin tilvilj-
un að hann skarar fram úr svo um munar.
Við eigum að nýta okkur reynslu og
þekkingu afreksmanna okkar til hins
ítrasta.
Það leynast Ólafar í öllum flokkum
Vals í handbolta, fótbolta og körfubolta,
bæði meðal drengja og stúlkna. En Valur
þarf að hjálpa þeim til að blómstra, láta
ljós sitt skína með því að sýna fram á
mikilvægi þess að það næst ekki bara
góður árangur með því því að hlaupa
hratt og vera sterkur ef engin markmið
eru fyrir hendi, engin andleg hugsun,
engin klókindi sem getur skipt sköpum.
Valsblaðið 2002
45