Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 40

Valsblaðið - 01.05.2002, Blaðsíða 40
Grímur var einn þriggja í forystusveit Vals við að Ijúka samningnum við Reykjavíkur- borg um framtíðarskipulag að Hlíðarenda. Myndin er tekin við undirritun samningsins en auk hans eru Reynir Vignir, þáverandi formaður Vals, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á myndinni og Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður ÍTR. (Mynd ÞÞ) rétt, að um 40% iðkenda í öllum greinum innan Vals komu utan þessa hefðbundna Valssvæðis. Þessi staðreynd staðfestir, hvað Valur er í eðli sínu öflugt félag. Það er mikið af krökkum, sem koma úr öðr- um borgarhverfum til að stunda æfmgar með Val bæði úr Breiðholti og ekki síður úr Grafarvogi, sem er athyglisvert. Það segir meira en mörg orð um það hvað Valur á stuðningsmenn víða. Valur er í raun meira en hverfafélag í Reykjavík. Grunnurinn að velgengni íþróttafélags, sem hefur afreksíþróttir á sinni stefnu- skrá, er árangur á vellinum. Skapa þarf afrekslið, sem nær árangri. Það laðar að sér áhangendur og stuðningsmenn. Þar hefst velgengnin. í sögulegu samhengi hefur Valur algjöra sérstöðu í þessu efni á landsvísu, hvað varðar árangur í tveim- ur vinsælustu greinunum, handknattleik og knattspyrnu. Þetta er sá grunnur sem við höfum og þurfum að nýta. Félags- starfið byggist síðan utan um aðdráttar- aflið, sem afrekslið skapa, gerir það að verkum að iðkendum fjölgar o.s.frv. Það, sem við höfum staðið frammi fyrir síð- ustu 10 árin, sérstaklega hvað varðar knattspyrnuna, sem er stærsta íþrótta- greinin bæði innan félagsins og á lands- og alþjóðavísu, að við vorum lent í nei- kvæðum vítahring, sem felur í sér, að með lakari árangri fækkaði iðkendum, félagsstarfið varð erfiðara og fjárhags- staðan versnaði. Það þarf gríðarlegt átak til þess að snúa slíkri þróun við. Ég held að okkur sé að takast að stöðva þessa neikvæðu þróun og snúa á rétta braut. Ég tel mig fínna, að bjartsýni hefur aukist hjá Valsmönnum og jákvæður andi svífur yfir vötnum. Við erum komn- ir aftur í úrvalsdeild í knattspymu karla, erum með hörkulið í handknattleik karla, erum að losa okkur undan mikilli skuldabyrði og sjáum fram á mikla upp- byggingu á Hlíðarenda. Þessi bjartsýni og sóknarhugur er nauðsynlegur, til þess að menn geta snúið málum sér í vil. Þeg- ar ég kom hingað til starfa á ný í stjóm knattspyrnudeildar fyrir þremur árum, fór mikil orka og tími í að takast á við alls kyns niðurrifstal. Það var með ólík- indum, hvað mér fannst vera mikill van- máttur í félaginu. Þá var búið að ganga illa í nokkum tíma, og það var alveg sama hvað gert var til að spyrna við fót- um, það var allt ómögulegt, allt betra sem hinir vom að gera. Þetta hugarfar var mér mjög framandi. Þegar ég var keppnismaður í Val vorum við einfald- lega bestir, það var ekkert annað til um- ræðu. Það var ekki inni í myndinni, að við værum að bera okkur saman við ein- hver félög úti í bæ hvort sem þau hétu Akranes, KR eða eitthvað annað. Málið var, að við vomm félagið, sem allir aðrir bám sig saman við. Það þarf áfram átak til að breyta hugarfari okkar í þennan farveg að nýju. Við þurfum að bregðast við breyttum samfélagsaðstæðum og gera það sem kalla má að „markaðsvæða" félagið. Það felast miklir möguleikar í því að gera Knattspymufélagið Val og þau gildi, sent félagið stendur fyrir, að áhugaverðu vörumerki. Þar hefur Valur sterka stöðu með rætur í KFUM og ákveðna for- vamarímynd sem er mjög mikilvæg. Ég er klár á, að mörg fyrirtæki vilja láta tengja sig við slrka ímynd. En fyrirtækin þurfa líka að vera þess fullviss, að þau séu að tengjast öflugu íþróttafélagi. Þetta helst í hendur við. að sá jákvæði við- snúningur, sem ég nefndi áður, eigi sér stað. Það vilja allir vera í sigurliðinu. Við þurfum að gera stórátak til þess að gera alls kyns Valshluti aðgengilega Valsmönnum. Valsmenn eiga að geta fengið bílamerki, húfur, trefla og Vals- búninga og alls konar hluti sem maður veit að eru orðnir mjög vinsælir í mark- aðssamfélagi nútímans. Slíkt gerir vör- merkið Val meira áberandi. Þetta er óplægður akur og hugsanleg tekjulind fyrir félagið. — Munu hugmyndir um sameiginleg- ar æfingar milli greina hjá yngstu flokkunum koma til framkvæmda? „Slíkar hugmyndir eru ekki komríar til framkvæmda. Ef til kæmi væru slíkar hugmyndir aðeins hluti af þeirri stefnu- mótun, sem við erum að ráðast í fyrir Val, sem m.a. miðar að fjölgun iðkenda. Ég hef verið talsmaður þess, að það verði miklu meira samstarf milli greina og ég legg á það megináherslu, að Vals- menn styðji félagið í heild. A félagsvísu ertu Valsmaður og styður félagið í þeim greinum, sem félagið stundar. Maður hefur upplifað það í gegnum tíðina, að menn segi, að þeir styðji Val aðeins í einni grein og séu t.d. aðeins Valsarar í handknattleik eða Valsarar í knattspymu. Mér fmnst þetta persónulega útí hött.“ Við emm öll með sömu arfleifðina, sama gildismatið. Það er eitthvað sem dregur okkur saman í það að vera Vals- menn. Það er búningur, merki, saga og hefð Vals sem dregur okkur saman í þetta félag. Það er alveg sama hvort það er í 3. flokki kvenna í handknattleik eða unglingaflokki í körfuknattleik, við erum öll að vinna að framgangi Vals og að því 40 Valsblaðið 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.