Valsblaðið - 01.05.2002, Side 23

Valsblaðið - 01.05.2002, Side 23
Starfið er margt Dómari ársins hjá knattspyrnudeild 2002 var valinn Brynjar Níelsson. Biynjar var staddur erlendis þegar viðurkenningin var veitt. A myndinni er sonur hans, Einar, ásamt Ólafi Má Sigurðssyni for- manni unglingaráðs. (Mynd ÞÓ) Búnaðarbankinn við Hlemm veitti viðurkenningu Markadrottningu Vals og Markakóngi Vals í meistaraflokkum félagsins. Asgerður Hildur Ingibergsdóttir var markadrottning Vals en markakóngarnir voru tveir í suniar, þeir Sigurbjörn Hreiðarsson og Magnús Már Lúðvíksson. (Mynd ÞÓ) menn undir forystu Sigurbjöms Hreið- arssonar, fyrirliða. Keppnistímabilið 2002 Ekki fór mikið fyrir Valsliðinu á undir- búningstímabilinu og var árangur í deild- arbikarkeppni og Reykjavíkurmóti ekki sérstakur. Valsliðið komst í 8-liða úrslit í deildarbikamum og lenti í 3ja sæti í sín- um riðli í Reykjavíkurmótinu. Þó náði liðið þeim árangri að sigra í Reykjavik- urmótinu innanhúss. En þeir sem fylgdust grannt með fram- gangi mála og vinnu Þorláks með liðið sáu að hann var að setja saman öflugan leikmannahóp. Fyrsti leikur í 1. deildar- keppninni var við nýliða Aftureldingar og fór hann fram í Mosfellsbæ. Jafntefli varð í leiknum 1-1 og jöfnuðu Valsmenn er langt var liðið á leikinn með glæsilegri bakfallspymu Jóhanns Hreiðarssonar. Ekki leist mönnum of vel á frammistöðu okkar manna og fannst sem ýmislegt þyrfti að smyrja betur til að liðið næði árangri. En hafi menn haft áhyggjur reyndust þær ástæðulausar því að í hönd fór glæsilegur leikjakafli þar sem Valur vann hvem leikinn af öðmm og marga með yfirburðum. Liðið sigraði í 10 leikj- um í röð í deildarkeppninni eftir fyrsta leikinn gegn Aftureldingu í maí. Liðið tapaði næst stigum í byrjun ágúst gegn Sindra í tapleik, sem fram fór á Homa- firði. Var haft á orði að glæsileg humar- veisla, sem leikmenn voru boðnir til fyrir leikinn hefði slævt einbeitinguna. Eini skugginn, sem bar á fyrrgreint sigurleikjaskeið, var tapleikur gegn Leiftri/Dalvík í 16 liða úrslitum bikars- ins um miðjan júní, en eftir því sem leið á sumarið og yfírburðir Vals í 1. deild voru staðreynd, þá söknuðu menn þess að sjá ekki þetta stórskemmtilega knatt- spymulið etja kappi við einhver úrval- deildarlið í bikarkeppninni. Fór svo að Valur hafði tryggt sér sæti í úrvalsdeild að nýju eftir sigur á Víkingi í 13. um- ferð, sem mun vera einsdæmi. Var Valur með 34 stig og markatöluna 27-4 eftir þessa 13 leiki. Eins og sjá má af marka- tölunni, þá var það geysisterkur vamar- leikur með Ármann Smára Bjömsson og Guðna Rúnar Helgason sem lykilmenn í hjarta vamarinnar, sem m.a. skóp þessa frábæru frammistöðu. Þá var fyrirliðinn Sigurbjöm Hreiðarsson, kjölfesta í miðjuspili liðsins auk þess, sem hann skoraði nokkur mikilvæg mörk. Ármann Smári vakti verðskuldaða athygli og var valinn í byrjunarlið U-21 landsliðsins, en hann hafði verið í U-21 landsliðshópnum árið áður. Valsmenn í víking Það var ákveðið af hálfu Vals að heimila, að Ármann Smári og Guðni Rúnar færu að láni til Noregs til að spila út keppnis- tímabilið þar með þarlendum úrvals- deildarliðum, Ármann með Brann og Guðni með Start. Þessi ákvörðun var tekin annars vegar vegna þess að þessi ráðstöfun skapaði Val tekjur og hins veg- ar þá var þetta kjörið tækifæri fyrir strák- ana að spreyta sig í norsku úrvalsdeild- inni auk þess að skapa þeim einnig tekj- ur. Spiluðu Ármann og Guðni því ekki síðustu 4 umferðir Islandsmótsins með Val. Ármann vakti mikla hrifningu hjá þeim Brann-mönnum og hefur flogið fyrir að tilboðs sé að vænta frá liðinu í Ármann. Um svipað leyti og Guðni og Ármann fóru til Noregs, fóru Stefán Helgi og Sigurður Sæberg utan til náms þannig að 4 fastamenn liðsins hurfu af vettvangi síðustu leiki mótsins. Valsblaðið 2002 23

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.