Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 69

Valsblaðið - 01.05.2002, Síða 69
Eftir Anthony Karl Gregory Súrir en silfraðir drengir: Aftari röð frá vinstri: Anthony Karl Gregory, Sœvar Jónsson, Jón S. Helgason, Davíð Garðarsson, Sigtryggur Olafsson, Jón Gunnar Bergs, Gunn- laugur Einarsson, Örn Erlingsson, Heimir Jónasson. Fremri röð frá vinstri: Sigurjón Ragnarsson, Arnaldur Loftsson, Ólafur K. Ólafs, Þorgrímur Þráinsson, Ingvar Guð- mundsson, Kolbeinn Reginsson, Böðvar Bergsson og Ólafur Jóhannesson. (Mynd ÞÓ) Old boys flokkur Vals komst í úrslitaleik íslandsmótsins 2002, en stefnt hafði ver- ið að því frá árinu áður, þegar liðið var slegið út í undanúrslitum. Að þessu sinni voru andstæðingamir Breiðablik, lið sem löngu er orðið frægt fyrir góðan old boys flokk enda unnið fjölda titla í gegnum árin. Stemmningin í Valshópnum var góð fyrir leikinn .og flestir leikmanna heilir þótt sumir hafi kvartað undan álags- meiðslum. Þjálfarinn, Anthony Karl Gregory, var meiddur á hné en það vom lítil tíðinda þar sem hann hafði verið óleikfær nánast allt sumarið vegna ým- issa meiðsla. Annars var leikmannahópur Vals skipaður miklum kempum sem höfðu gríðarlega reynslu og spilað gegn knattspymustjömum á borð við Platini, Laudrup, Weah, Hoddle, Hyypia og fleirum. Leikurinn fór vel af stað og skoruðu Valsmenn fyrsta markið, Böddi Þjálfarinn Tony leggur upp hina einföldu sigurtaktík fyrir leikinn. Ferguson-svip- urinn leynir sér ekki. Bergs með „mark aldarinnar“ en Blik- amir náðu að jafna. Þar næst skoruðu Valsmenn annað mark og var staðan orð- in 2-1 fyrir Val þar til skammt var eftir af leiknum. Og ekki skorti Valsmenn færin því Sævar Jóns og Jón Gunnar Bergs hittu ekki rammann þótt þeir stæðu nán- ast á marklínu! Þrátt fyrir það vom Vals- menn innan sem utan vallar nánast byrj- aðir að fagna fyrsta íslandsmeistaratitli karla í knattspymu í ansi langan tíma, en aftur sannaðist að aldrei skal fagna sigri fyrr en lokaflaut dómarans gellur. Þegar 30 sekúndur vom eftir af leiknum misstu Valsmenn boltann klaufalega, Blikar bmnuðu upp í skyndisókn og skoruðu. Jafnt var því eftir venjulegan leiktfma og því var framlengt. Skemmst er frá því að segja að úthaldið var betra hjá leik- mönnum Breiðabliks og skoruðu þeir tvö mörk og sigruðu því, 4-2. Það vom svekktir leikmenn Vals sem gengu af velli en það stóð ekki lengi og var gamla brosið komið aftur hjá flestum í búnings- klefanum, enda við Valsmenn staðráðnir í að koma tvíefldir að ári og sigra. Fyrr um sumarið tók old boys flokkur- inn þátt í Pollamóti Þórs á Akureyri. Mótið er Þórsumm til fyrirmyndar enda flykkjast hundruðir gamalla knattspymu- kappa norður ár eftir ár til að taka þátt í fjörinu með fjölskyldum sínum. Vals- menn fjölmenntu og áttu notalegar stundir saman þessa fyrstu helgi í júlí og var ákveðið að endurtaka gleðina að ári. Þrátt fyrir að vera án nokkurs efa sterkasta lið keppninnar féllu Valsmenn út í undanúrslitum í vítaspyrnukeppni en unnu svo leikinn um þriðja sætið. Þegar litið er á sumarið í heild sinni getum við Valsmenn verið nokkuð ánægðir með ár- angur old boys þetta árið; annað sætið á íslandsmótinu og þriðja sætið á Polla- mótinu. En auðvitað viljum við titla og verður stefnt á þá næsta sumar. Valsblaðið 2002 69

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.