Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 3

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 3
Um kennslu í skóla-iðnaði, fyrirlestur, lialdinn i hinu islenzlca kennarafjelagt laugardaginn 6. des. 1890. J>að hafa á ýmsum öldum verið uppi ýmsar skoð- anir um uppeldi barna, menntun og menningu. Ann- að veifið hefur allt pótt undir pví komið, að ungling- arnir fengju hraustan líkama, en andlegu uppeldi pá ekki sinnt. Á öðrum timum hefur öll áherzlan verið lögð á andlegu menntunina, en uppeldi líkamans pá lítill eða enginn gaumur gefinn. pessi mismunandi stefna í barnauppeldinu og menntun æskulýðsins stend- ur í nánu sambandi við skilning aldarinnar á mann- lífinu, tilveru mannsins og ætlunarverki hans. Miðöldunum hefur lengi verið viðbrugðið fyrir ein- ræningslega andlega menntun. Bókfræðin situr í önd- vegi, en öll umhyggja fyrir líkamlegu uppeldi hverfur. En eptir pví sem miðalda-andinn hefur orðíð að poka fyrirhugsunarhætti nútímans, eptir pví hafa nýjar hugmyndir rutt sjer til rúms um barnauppeldi; og vjer nútímans börn sjáum ekki betur, en að pessarar aldar hugmyndir um uppeldi og menntun sjeu náttúrlegri, eðli mannsins samkvæmari og samrýmilegri við á- kvörðun hans, heldur en hugmyndir miðaldanna. Tak- mark uppeldisins er nú ekki lengur eintómur lærdóm-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.