Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 8
8
iðnaðinum, sem ekki miðar í þá áttina beinlínis, að
mennta nemendurna í venjulegum skilningi. pessa
handvinnu er rjett að aðgreina frá heimilisiðnaði, þótt
hann eigi að mörgu leyti mjög skylt við skólaiðnað (slöjd).
|>að hefur allvíða reynzt svo, að aimenningi hefur
þótt meir um vert heimilisiðnaðinn fyrst í stað, af því
að hann hefur ekki skilið, hverja þýðingu skólaiðnaður-
inn hefur fyrir andlegt og líkamlegt uppeldi unglinga.
En öllum veitir aptur á móti auðvelt að skilja það, að
það er miklu betra að geta tekið lijálpina hjá sjálfum
sjer, heldur en að sækja hana til annara; öllum veitir
auðvelt að skilja, að það er betra, að geta smíðað ain-
boð og annað, er hafa þarf til vinnu á heimilum eða þæg-
indasinna, heldur en að þurfa að kaupa vinnuna að því
dýrum dómum af öðrum. Hagnaðinn af 'því, að kunna
vel til ýmiss heimilisiðnaðar, er svo auðvelt að meta til
peninga beinlínis; og því verður hann svo auðsær hverj-
um manni.
Nytsemi skólaiðnaðarins liggur aptur á móti eklti
eins á yiirborðinu. Aðal-markmið hans er ekki, eins
og heimilisiðnaðarins, það, að kenna mönnum að búa
til ýmsa gagnlega hluti og áhöld, sem annars þyrfti að
kaupa fyrir peninga, heldur hitt, að veita unglingum
andlegt og líkamlegt uppeldi, að mennta þá í orðsins
sanna skilningi.
í því skyni er skólaiðnaðinum svo hagað, sem bezt
gegnir til þess, að skerpa eptirtéktina og temja ung-
lingunum nákvœmni; að styrkja viljann og kenna reglu-
semi; styrkja heilsuna, eða verja sjúkdómum; efia lík-
amskraptana, og efla allan líkamann, einkum augu og
hönd.
En um leið og fetað er fram að þessu takmarki,
er tækifærið notað til að vinna meira beinlínis gagn,
og nemendurnir eru látnir búa til ýmsa gagnlega hluti