Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 10

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 10
10 'Og styrkja líkamsaflið, heldur einnig sá, að vékja og efla andlega hœfileiha, sem eru meira virði en œfð hönd og sterkur Ukami. Tilgangurinn er ekki að æfa líkamann til neins ákveðins verks, heldur sá, að gjöra 'hann hlýðið og gott verkfæri fyrir andann, til að frarn- kvæma hvert verk, sem að höndum ber. Tilgangurinn er því ekki, að búa til iðna trjesmiði, heldur sá, að kenna unglingnum að vera iðinn og ötull að hverju verki, sem hann gengur, hvort sem er andlegt eða líkamlegt. Tilgangurinn er oð kenna barninu að vera þolinmótt og reglusamt, að spreyta hugsunina á því, að vinna verk hjálparlaust, og láta nemandann finna unun í hinni líkamlegu vinnu, og innræta honum virðingu fyrir henni. Af því að skólaiðnaðurinn hefur þann tilgang, að veita slíka almenna menntun, þá virðist hann svo sem sjálfkjörinn í hvern alþýðuskóla, svo framarlega sem hann reynist hentugt meðal til að koma þessum til- gangi íram. XJnr það getur reynslan ein dæmt til fulln- ustu, og að svo miklu leyti sem reynd er á komin um ]rað, er það ekkert tvírætt, eptir samróma vitnisburði ■allra þeirra uppeldisfræðinga, sem hafa haft tækifæri til að reka kennslu í honum í skólum sínum. Eptir því sem skólaiðnaðurinn hefur breiðzt út, optir því sem fleiri og íleiri hafa orðið til þess að verja kröptum sínum í hans þjónustu, eptir því hafa komið fram fleiri og fleiri meira eða minna mismunandi að- ferðir til þess að ná hinum sama sameiginlega tilgangi. Sumir telja það nauðsynlegt til að liafa sem rnest og bezt áhrif' á unglingana, að hafa iðnaðinn sem marg- breyttastan. í því skyni vilja þeir láta þá fást við bæði trjesmíðar og málmsiníðar, búa til ýmsa hluti, sem búnir verða til úr pappír, o. s. frv. Nemendurn- ir eru þá eiunig látnir renna bæði trje og málm. L

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.