Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 20

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 20
20 að veita tilsögn í handvinnu. En til pess mætti rekja fleiri rök, að skólaiðnaður kæmi þar í góðar þarfir. Fyrir pví er reynsla um allan heim, að nemendum á embættismannaskólum hættir við uð lítilsvirða vinnu- menn, pá er lifa af líkamlegu erfiði. En skólaiðnaður- inn vekur virðingu fyrir allri sómasamlegri vinnu, og venur á starfsemi, sem menntamönnunum er opt miður lagin en skyldi. En pað má búast við einni verulegri mótbáru móti pví, að kenna skólaiðnað í latínuskólanum, pó að menn væru á pað sáttir að öðru leyti, að hann sje nauðsynlegur — og hún er sú, að par vinnist ekki tíini til þeirra hluta vegna bóknámsins. En peirri mót- báru er bezt svarað með pví, að skírskota til reynslu nágranna pjóða vorra. öllum þeim, sem hafa reynslu fyrir sjer í pví efni — og þeir eru allmargir nú orðið — ber saman um, að pað borgi sig margfaldlega, að verja nokkrum stundum af skólatímanum til kennslu í skólaiðnaði. Áhuginn og snerpan við bóknámið eykst að peim muri, að pað er ábati en ekki skaði fyrir bók- menntirnar, að verja nokkrum stundum af peim tíma, sem til peirra var ætlaður, til haudvinnu. Hið sama er líklegt að verði ofan á hjer. Jeg hef af þeim litlu kynnum, sem jeg hef liaft af kennslu í skólaiðnáði, komizt til óbifanlegrar sannfær- ingar um pað, að í slíkri haudvinnu felist pað mennt- unarafl fyrir unglinga, hvert svo sem leiðir peirra liggja seinna meir í lífinu, sem skólarnir eigi ekki að láta ó- notað, og jeg fel hinu íslenzka kennarafjelagi petta mál til alvarlegrar íhugunar, með peirri sannfæringu, að sje íjelaginu alvara, og ef það hefur sjálft trú á hinum menntandi krapti handvinnunnar, pá finni pað einnig ráð til að hrinda pví áleiðis; og jeg treysti pví, að tak- ist að koma pví í heillavænlegt horf, pé muni eklti verða langt að bíða góðs árangurs. J. þ.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.