Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Síða 35
35
hafa umsjón með skólum í hverju amti. Meginlaun
kennaranna skyldu gjaldast í kornvðru, og þeiin gjðld-
um jafnað niður á sarna hátt og fátækraútsvörum.
J>etta eru nokkur atriði úr tilskipuninni. Síðan hafa
að vísu ýmsar breytingar verið gjörðar á henni, einkum
1856, en aðalatriði hennar eru þó enn í gildi. 1867
var konum lögheimilað að kenna við skóla, þó með
nokkrum takmörkunum. Nú er fjöldi kennslukvenna við
skóla í Danmörku, einkum í bæjunum, og fer þeim sí-
fjölgandi.
fegar vjer rennum augum yfir skólasögu Dana, —
hjer er að vísu svo fljótt yfir farið að torvelt er að átta
sig — þá sjáum vjer, að margt stríðið hefur verið þar
svipað eða sams konar sem hjer.
Fje hefur þótt vanta til að koma á breytingum og
umbótum, kennarar hafa verið illa búnir undir starf
sitt, og árangur því orðið miklu minni en ella hefði
mátt vænta, alþýða hefur ýmist verið hirðulítil um að
styðja að umbótum eða hreint og beint staðið á móti
þeim. fetta er líka næsta eðlilegt; hún hefur sjálf ekki
lært þetta, sem heimtað er, og heldur því að börn sín
muni líka geta komizt af án þess, en er ófús á að
leggja í sölurnar fje og fyrirhöfn til þess, sem hún hef-
ur ekki trú á að geti borið ávöxt, því að vjer verðum
að gæta þess, að skólalög og skólabætur eru seinvirkari
en fiest önnur lög og flestar aðrar umbætur; það þurfa
að fæðast og deyja kynslóðir, þangað til þau hafa full-
grafið um sig, og fara að sýna fyllilega, hver framfara-
kraptur sje í þeim fólginn. Yjer megum því ekki kippa
oss upp við það, þótt vjer sjáum ekki skyndilega fram-
för eða breyting við hver mennta-ákvæði sem gefin eru,
og eigi hlaupa fljótlega til þess að afnema þau ákvæði,
sem vjer höfum sett, þótt örðugt kunni að framkvæma
þau í bráð. Jeg skal sjerstaklega nefna náttúrufræðis-
9*