Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Qupperneq 42
42
bæði í Danmörku og annarstaðar, að börn skuli njóta
kauplausrar kennslu, og ríkið styrkja barnaskóla og ung-
lingaskóla með fjárframlögum meira en verið hefur.
Hjer um bil er hið sama kennt í gjaldskólum og
frískólum í Kaupmannaböfn, en eigi að síður skiptast
börn pó dálítið í flokka i skóla þessa, pannig að efnaðri
manna börnin leita beldur gjaldskólanna, og árangur
mun verða par betri af kennslu, pví að börnin standa
betur að vígi með heimafræðslu alla og viðurgjörning.
I þeim frískóla, sem jeg kom í, var að minnsta kosti
mjög kvartað yíir að erfitt væri að gjöra kennsluna nota-
góða, og að heimilin gjörðu sáralítið til að hjálpa skól-
anum, enda væri peim ekki hægt um vik; flestir for-
eldrarnir væru verkamenn, sem yrðu að vera úti við vinnu
sína allan eða mestallan daginn, og auk pess væru sum
af börnunum látin vinna mestan pann tíma, sem pau
væru ekki í skólanum, annað hvort í verksmiðjum eða
á annan hátt. Börnin báru pað sum með sjer, að þau
mundu hafa viðurværi af skornum skammti, og vjer vit-
um hve mikil áhrif pað eitt getur haft á framfarir
nemanda. Nú er farið að reyna að ráða bót á viður-
værisskorti fátæklinga barnanna, með því að gefa nokkr-
um af þeim eina góða máltíð á dag í skólanum, og
hefur slíkt farið í vöxt ár frá ári. í síðustu skýrslum,
sem jeg hefi sjeð, voru barnaskólar er bærinn kostaði í
Kaupmannahöfn 22, 14 frískólar og 8 gjaldskóiar, en
síðan munu tveir skóiar hafa verið byggðir, og gengu
um 27,000 börn á pá; við pá kenndu 316 karlar, og
377 kennslukonur. Auk pessa voru taldir 107 ýmiskon-
ar einstakra manna skólar með nálægt 9000 börnum.
Byrjunarlaun fastra kennara eru 1400 krónur á ári, og
hækka á 15 árum upp í 2500 krónur; byrjunarlaun
kennslu kvenna eru einnig 1400 krónur, og hækka á 6
árum upp í 1600 krónur.