Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 44

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 44
44 má fleira telja þeim til gildis, en dýrari verða þau en gömlu borðin. Ef þau eru að ðllu gjörð eins og bezt þjkir gegna, mun hvert tveggjamanna borð kosta um 20 krónur, en jeg sá þau líka þannig gjðrð, að þau eru mjðg litlu dýrari en eldri borðin Nokkru meira rúm þurfa þau en löngu borðin, en þó ekki meira en svo, að þau komast vel fyrir og meira til í hverju því herbergi, sem ekki er of þröngskipað. Altítt er að hafa veggina í skólastofunum þakta landsuppdráttum og myndum, sem eiga við þá grein náttúrufræðinnar, sem í þeim bekk er kennd. En hvern- ig á að fara nð því að halda þessu óskemmdu á stein- veggjum? J>að er svo umbúið að myndirnar þurfi ekki að snerta veggina. Sumstaðar veit jeg að svo er út búið að járnteinar eru látnir ganga frain með veggjunum upp undir lopti; við þá eru festir járnvírskrókar, og á þá eru uppdrættirnir hengdir. \eggjataflan eða svarta taflan er sí og æ að verða meira notuð í skólunum. Yið kennslu flestra náms- greina skrifar eða teiknar kennarinn skýringar sínar á hana. þegar töflur þessar eru fastar á vegg, þá er torvelt að hafa þær á þeim stað, er allir sjá vel á þær, hvernig sem birtu hagar. Til þess að ráða úr þessum vandræð- um, er nú einnig farið að hafa töflur er leika á ásum í grind. |>egar svo er út búið, vinnst það, að auðvelt er að flytja töfluua úr einum stað á annan í skólaher- berginu, að hægt er að snúa henni svo við birtu, að hún falli sem bezt á hana og, að auðvelt er að skrifa báðu megin á töfluna. Að sjálfsögðu höfum vjer eigi efni á að byggja eins vönduð eða haganleg skólahús eins og Danir gjöra; en leitt er til þess að vita, að líklega er ekkert af þeim skólahúsum, sem byggð hafaverið, eins haganlega byggt eins og mátt hefði eptir þeim efnum, sem fyrir höndum J

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.