Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Page 56
56
kosti munu þeir, sem mest eiga að hafa notin af starfi
þeirra, hafa eitthvert eptirlit með hvernig þeir leysi það
af hendi.
Áður en jeg liverf frá að tala um skóla, ætla jeg
að minnast fám orðum á lýðháskólana, þótt jeg að vísu
sæi engan þeirra sjálfur. Nú eru um 70 slíkir skólar í
Danmörku, og fer þeim jafnt og þjett fjölgandi. Á síð-
ustu 10 árum hafa 20 þeirra komið upp. Á flestum
þeirra fer fram kennsla bæði karla og kvenna, en þó er
eigi kennt saman körlum og konum, nema á tveim af
þeim, heldirr sinn árstímann hvorri deild. Skólatími í
karladeildinni er venjulega 5-6 mánuðir ár hvert, frá nóv.
til marzloka, eða frá nóvember til aprílloka, en í kvenna-
deildinni 3 mánuðir, maí, júni og júlí. Skólar þessir
eru einkum ætlaðir alþýðumönnum, og var í fyrstu lít-
ill eða enginn lexíulærdómur á þeim, en aðalaugnamið
þeirra að vekja íhugun nemenda, og mestmegnis hafðir
til þess fyrirlestrar. Að vísu halda þeir að nokkru leyti
áfram í sama horfi, en þó er nú farið að kenna þar
beinlínis meira en áður var; þeir eru að færast nær
amtskólunum norsku og gagnfræðaskólum vorum.
Danir, Norðmenn o. fl. hafa fundið þörf á því að
veita þeim alþýðumönnum sínum, sem girntust, meiri
menntun en barnaskólar veita, og eigi síður hitt að gefa
þeim kost á að fást við lærdóm, þegar þeir hefðu náð
meiri andlegum þroska en barnið hefur til að bera. En
hví stofnuðu þeir sjerstaka skóla til þeirra hluta?
Hversvegna Ijetu þeir sjer ekki nægja með gagnfræða-
skóla sína? J>að liefur sjálfsagt komið til af því, að þeir
hafa ekki talið gagnfræðaskóla menntunina, í því horfi
sem hún er hjá þeim, alls-endis hagkvæma handa
bændalýð; enda mun það sannast að segja, að gagnfræða-
skólar með sama fyrirkomulagi og erlendis geti ekki
samrýmst við danska lýðháskóla, norska amtsskóla og