Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 25
2
og gert hefur verið í Danmörku; lengja fæðingarorlof, en það er leiðin sem Svíar hafa
valið, eða að hefja sérstakar greiðslur vegna umönnunar, eins og Norðmenn og Finnar.
Um leið og það er mikilvægt fyrir íslendinga að líta til reynslu Norðurlanda í þessum
efnum er mikilvægt að staldra við og skilgreina hvernig skapa megi aðstæður hérlend-
is til að tryggja sem best hagsmuni barna og foreldra. Við mótun umönnunarstefnu til
framtíðar er mikilvægt að hún taki mið af íslenskum veruleika. Mikil atvinnuþátttaka,
langur vinnudagur og há fæðingartíðni hérlendis gæti við fyrstu sýn virst vera tákn
um að íslenskum foreldrum takist að samhæfa atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð,
þrátt fyrir minni opinberan stuðning en nágrannar þeirra búa við. Rannsókn Sigrúnar
Júlíusdóttur (1993) á högum barnafjölskyldna á tíunda áratugnum benti hins vegar
til þess að slík samhæfing væri oft dýru verði keypt og að íslenskar barnafjölskyldur
byggju við mjög mikið álag. Slíkar niðurstöður kalla á að mótun íslenskrar umönnun-
arstefnu taki mið af þekkingu á aðstæðum íslenskra barna og foreldra þeirra.
þakkir
Rannsóknin er styrkt af Rannsóknasjóði Rannsóknamiðstöðvar íslands (Rannís),
Rannsóknasjóði Háskóla íslands og aðstoðarmannasjóði Háskóla íslands.
hEiMildir
Alþingistíðindi 1946: Sextugasta og sjötta löggjafarþing (1950). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1950: Sjötugasta löggjafarþing (1952). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1963: Áttugasta og fjórða löggjafarþing (1969). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1964: Áttugasta og fimmta löggjafarþing (1971). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1965: Áttugasta og sjötta löggjafarþing (1967). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1973–74: Nítugasta og fjórða löggjafarþing (1981). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1974–75: Nítugasta og sjötta löggjafarþing (1982). Reykjavík: alþingi.
Alþingistíðindi 1980–91: Hundraðasta og þriðja löggjafarþing (1986). Reykjavík: alþingi.
antman, P. (1996). Valfärdsprojektet kunskapfakta barn och äldreomsorg i Tyskland och
Sverige. Stockholm: Socialstyrelsen.
Baldur kristjánsson (1989). Dagvistun barna á forskólaaldri og lífskjör foreldra. Reykjavík:
Félagsvísindastofnun Háskóla íslands.
Bettio, F. og Prechal, S. (1998). Care in Europe: Report of the gender and employment and
the gender and law groups of experts of EU. Brussels: Equal opportunity unit of the
European Commission.
Björnberg, U. og Eydal, G. (1995). Family obligations in Sweden. í J. Millar og a.
Warman (Ritstj.), Defining family obligations in Europe: Social policy papers no . 23 (bls.
359–378). Bath: University of Bath.
Borchorst, a. (2006). The public private split rearticulated: albolishment of the Danish
daddy leave. í a. L. Ellingsætter og a. Leira (Ritstj.), Politicising parenthood in Scandi
navia (bls. 101–120). Bristol: Policy Press.
gUðný Björk eydal