Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 36

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Page 36
s­am­s­tarf í l e iks­kó­lUm­ V ið­ foreldra Barna af er lenUm­ UPPrUna 36 Leiðirnar til að ná markmiðunum voru: 1. að efla og fræða starfsfólkið. 2. að gera umhverfi leikskólans fjölmenningarlegt. 3. að vinna með samskipti og vináttu meðal barnanna. 4. að efla skilning barnanna á fjölmenningu. 5. að bæta og auka samstarf við foreldra. Fyrsta ár þróunarverkefnisins voru oft fundir og umræður, fyrirlestrar og námskeiðs- dagar. Á fundunum og námskeiðsdögunum fór mikill tími í að ræða málin, skoða eigin viðhorf og hvernig starfsfólkið sjálft liti á fjölmenningarlegt samfélag. Talsvert var rætt um þær leiðir sem hægt væri að fara til að kenna börnunum að fólk væri ólíkt en samt jafnmikils virði. allan tímann sem þróunarverkefnið stóð hélt starfs- fólkið áfram að leita sér þekkingar. Starfsmannafundum var fjölgað til að byrja með og starfsfólkið undirbjó sig fyrir þá með lestri greina og bókarkafla um fjölmenning- arlegt efni. alls voru tuttugu starfsmannafundir helgaðir þróunarverkefninu sérstak- lega. auk þess héldu verkefnisstjórar og stjórnendur leikskólans mánaðarlega fundi þar sem fjallað var um framgang verkefnisins. Vinnuhópar starfsfólks voru skipaðir kringum ákveðin verkefni, svo sem að semja söng þar sem fyrir komu kveðjurnar „vel- komin“ og „góðan daginn“ á tungumálum leikskólans. Útbúnar voru afmælisóskir og aflað upplýsinga um löndin sem börnin voru ættuð frá, til dæmis um fána, hátíðis- daga, tungumál og menningu. Þá voru skipulögð ýmis verkefni með börnunum sem miðuðu að því að efla vináttu og vekja athygli þeirra á margbreytileikanum í umhverf- inu (anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir, 2004). Starfsfólk sótti ýmis námskeið og fyrirlestra sem tengdust fjölmenningu og fjöl- menningarlegum vinnubrögðum, meðal annars fyrirlestur kolbrúnar Vigfúsdóttur um tvítyngd börn í leikskólum og námskeið um fjölmenningu hjá Ingibjörgu Hafstað. Tveir leikskólakennarar í Sjávarborg fóru í nám í fjölmenningarfræðum við framhalds- deild kennaraháskóla íslands og var það verkefninu mikil lyftistöng. Flest starfsfólkið fór í námsferð til London þar sem skoðaðir voru skólar og sótt námskeið um persónu- brúður.1 Verkefnisstjórar og starfsfólk var sammála um að besta leiðin til að vinna að mark- miðum þróunarverkefnisins væri að efla samstarf við alla foreldra, en sér í lagi við foreldra af erlendum uppruna. Hér á landi hefur samstarf milli heimila og skóla verið vannýtt leið til að efla börnin og nám þeirra. Samkvæmt markmiðum Laga um leikskóla nr. 78/1994, 2. grein á þó „að kappkosta í samvinnu við heimilin að efla alhliða þroska barna í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins og leitast við að hlúa að þeim andlega og líkamlega svo að þau fái notið bernsku sinnar“. Nánar er kveðið á um þetta sam- starf í 14. grein þar sem sagt er að leikskólastjóra sé „skylt að stuðla að samstarfi milli foreldra barnanna og starfsfólks leikskólans með velferð barnanna að markmiði“. Enn- fremur ber leikskólastjóra skv. sömu grein að aðstoða við stofnun foreldrafélags sé eftir því óskað. 1 Persónubrúður eru kennslutæki sem kennarar nota til að vinna gegn fordómum og mismunun í barnahópnum. Hægt er að brydda upp á erfiðum umræðuefnum svo sem stríðni, einelti og skiln- aði þegar slík mál koma upp í leikskólunum og nýta brúðurnar til þess.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.