Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 39
3
virkaði vel, ísinn hafði verið brotinn. í viðtölunum við starfsfólk kom fram að aukin
kynni og samskipti við erlendu foreldrana hafa sýnt starfsfólki fram á að foreldrar eru
einstaklingar, ólíkir hver öðrum. Leikskólakennari sagði:
…auðvitað eru foreldrar [erlendra barna] líka ofsalega ólíkir eins og bara allir aðrir
foreldrar og það hefur líka komið á óvart. Maður hefur kannski flokkað fólk meira.
Um leið og maður fer að nálgast fólk þá finnur maður að það er eins ólíkt og það er
margt, alveg jafnt fólk af erlendu bergi brotið og íslendingar. Þannig að það þýðir
ekkert að flokka fólk niður eftir þjóðerni.
annar leikskólakennari tók í sama streng og sagði að ekki þyrfti mikið að leggja á sig
til að fá góð viðbrögð frá foreldrum, en „með suma þarf maður að vinna dálítið vel,
þannig að það er bara spurning hvað fólk vill leggja á sig.“ En þrátt fyrir viðleitni gat
verið erfitt að mynda tengsl. Leikskólakennari sagði:
Já, sko eins og með [foreldra] Emmu, þau koma ekkert mikið til að tala og þegar
hún [móðirin] kemur þá fór ég oft fram bara til að spjalla og reyna … að segja
henni hvað[Emma] hefði verið að gera og hvort þau vildu spyrja um eitthvað.
Mér fannst þau ekki þora beint að spyrja … já þau standa í dyrunum og ég [segi]
já, komdu …
í miklu fleiri tilvikum gengur þó vel og foreldrar staldra lengur við í leikskólanum og
spjalla við starfsfólk. í hópviðtölunum við starfsfólk kom skýrt fram hve það gladdist
yfir meiri og betri samskiptum við erlenda foreldra: „Mér finnst alltaf voða gaman
þegar foreldrarnir verða virkir og vilja koma inn og kíkja.“
annar þáttur í þróunarverkefninu var að fyrsta viðtal við foreldra var endurbætt.
ítarlegar upplýsingar um barnið, uppruna þess, móðurmál, áhuga og sterkar hliðar
og viðhorf foreldra til ýmissa mála eru skráðar á sérstök blöð. Leikskólastjóri eða að-
stoðarleikskólastjóri ásamt þeim starfsmanni sem á að sjá um aðlögun barnsins taka
viðtalið. Markmiðið er að strax í fyrsta viðtali finni foreldrar fyrir áhuga leikskólans á
þeim og barninu þeirra. Upphaflega fóru þessi viðtöl fram í leikskólanum en síðar var
farið að bjóða foreldrum, jafnt íslenskum sem erlendum, að leikskólastarfsfólkið kæmi
heim og tæki viðtalið á heimili viðkomandi. í fyrstu þáðu fáir foreldrar boðið en nú
fara mörg fyrstu viðtöl fram á heimilum barnanna og er mikil ánægja með þetta fyrir-
komulag hjá foreldrum og starfsfólki. Með þessu fá leikskólakennararnir innsýn í líf
barnsins innan fjölskyldunnar sem auðveldar þeim að skilja og bregðast við þörfum
þess. Leikskólakennararnir lýstu ánægju sinni með þetta fyrirkomulag og fannst það
auðvelda samskipti við foreldrana. MacBeath, Mearns og Smith (1986) hafa fjallað um
valdamuninn í tengslum foreldra og kennara í skólanum annars vegar og á heimilum
foreldranna hins vegar. Heimilið er yfirráðasvæði foreldranna og þar eru kennararnir
gestir. í hefðbundnu viðtali innan leikskólans eru foreldrarnir hins vegar á yfirráða-
svæði leikskólans og kennarans.
Nauðsynlegt er fyrir foreldra að þekkja út á hvað leikskólastarf gengur og vita
hvað börnin eru að fást við dags daglega. Það er forsenda þess að leikskólakennarar
og foreldrar verði samherjar í uppeldi barnanna. Því miður hefur oft gengið illa að
koma upplýsingum um leikskólastarfið til erlendra foreldra og stundum hafa þeir
anna ÞorBjörg ingólfsdóttir, elsa sigríðUr jónsdóttir