Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 74
74
göngunnar og hvernig þau sjá muninn á leikskólanum og grunnskólanum benda til
þess að börnin sjái upphaf grunnskólagöngunnar sem stórt skref í lífi sínu. Þau reikna
með að tímar alvöru séu í nánd og leikur og frjálsræði sé á undanhaldi. í rannsókn á
hugmyndum reykvískra barna um leikskólann og grunnskólann kom fram að börnin
höfðu myndað sér nokkuð hefðbundnar skoðanir á því hvað börn læra og gera í grunn-
skólum. Þau töldu að í grunnskólanum sætu börn þegjandi og prúð við borð og lærðu
að lesa, skrifa og reikna. Þó börnin nefndu fjölbreytta hluti sem þau höfðu gert og lært
í leikskólanum héldu þau því fram að þeim hefði ekkert verið kennt þar, þau hefðu
lært hlutina sjálf í leikskólanum (Jóhanna Einarsdóttir, 2003).
Þetta er sambærilegt við niðurstöður Ingrid Pramling Samuelsson og félaga í Sví-
þjóð (Pramling Samuelsson og Willams-Graneld, 1993; Pramling, klerfelt og Graneld,
2001), en börnin í rannsóknum þeirra töldu meginmuninn á grunnskólanum og leik-
skólanum vera þann að þau þyrftu að sitja á stólum, læra að lesa skrifa og reikna í
grunnskólanum, en í leikskólanum fengju þau að velja og leika sér. Þau skilgreindu
leik sem viðfangsefni sem þau skipulögðu og veldu sjálf. Þó þau væru að vinna að
svipuðum viðfangsefnum í grunnskólanum, sem voru skipulögð af kennaranum,
töldu þau það ekki vera leik. Þau töldu að allt væri flóknara og erfiðara í grunnskól-
anum og þar væri í raun og veru verið að læra á réttan hátt. Börnin höfðu blendnar
tilfinningar gagnvart skólanum. Það sem þau töldu jákvætt var að þau væru að læra
nýja hluti, umhverfið væri nýtt og þau eignuðust nýja vini. En sum voru áhyggju-
full vegna krafna grunnskólans, höfðu áhyggjur af því að verða einmana, áhyggjur
af því óþekkta, af því að gera mistök og af því að fá lágar einkunnir. Þau tóku báðar
stofnanir sem gefnar og settu ekki spurningamerki við það sem þar fór fram. Norsk
rannsókn með sex ára börnum sýnir einnig að börnin höfðu nokkuð hefðbundna og
staðlaða mynd af grunnskólanum. Þau höfðu skýra mynd af því hvað skilur að leik
og viðfangsefni grunnskólans og höfðu myndað sér skoðanir byggðar á upplýsingum
sem þau fengu aðallega frá eldri börnum. Mörg börnin nefndu að í skólanum þyrftu
þau að þekkja ákveðnar reglur, svo sem að einungis megi leika sér í frímínútum. Eins
og íslensku og sænsku börnin tóku þau þessar reglur sem gefnar og spurðu einskis
(Eide og Winger, 1994).
Rannsóknir þar sem börnum hefur verið fylgt frá leikskólanum í grunnskólann sýna
einnig að börn gera skýran greinarmun á starfsemi leikskóla og grunnskóla. Rannsókn
Corsaro og Molinari (2000) með ítölskum börnum sýnir að leikskólabörnin litu svo á
að í grunnskólanum væri meiri vinna en leikur og fleiri reglur og að þar myndu þau
sitja hljóð við borð. Börnin litu á hæfni sína til að lesa og skrifa sem mikilvægan þátt
í væntanlegri grunnskólagöngu. Þegar þau komu í fyrsta bekk fannst þeim tíminn
vera skipulagðari og honum skipt niður í tímabil sem væru afmörkuð með hringingu.
Corsaro og Molinari (2000) töldu að leikskólinn ætti sinn þátt í að móta skoðanir barn-
anna á því sem búast mætti við í grunnskólanum með því að undirbúa þau fyrir það
sem koma skyldi.
Niðurstöður Griebel og Niesel (2002) með þýskum börnum sýna svipaðar niður-
stöður. Börnin töldu muninn á leikskólanum og grunnskólanum vera þann helstan
að í leikskólanum hefðu þau val um hvað þau vildu gera en í grunnskólanum yrðu
l e ikskól inn frÁ s jónarHól i Barna