Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 91
1
undirstaða eða grunnur eins og kjörholt og félagar hafa bent á (kjörholt, 2005; kjör-
holt, Moss og Clark, 2005). Skólasamfélag þar sem áhersla er lögð á umhyggju, sam-
skipti og tilfinningalegan stuðning getur ráðið úrslitum um það að börn skynji sig hæf
og sterk og verði virkir þátttakendur í daglegu lífi í leikskólum.
Börn eru aðalhagsmunaaðilar leikskólans og þess vegna er eðlilegt að leita eftir
skoðunum þeirra þegar leikskólastarf er metið. aðferðafræðilega getur þetta hins
vegar verið vandasamt verk og takmörkunum háð. Nauðsynlegt er t.d. að benda á og
vara við áhrifum hins fullorðna rannsakanda, sem velur þær aðferðir sem eru notaðar.
í þessari rannsókn var reynt að bregðast við þessu aðferðafræðilega vandamáli með
því að nota fjölbreyttar aðferðir og fá fullorðna sem börnin þekktu til að annast gagna-
öflunina að hluta. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að þegar upp er staðið er
túlkun niðurstaðna í höndum rannsakandans og þær verða því að skoðast í því ljósi.
Það ber einnig að hafa í huga að þótt notaðar hafi verið fjölbreyttar rannsóknarað-
ferðir í þessari rannsókn er sá möguleiki fyrir hendi að þær aðferðir henti betur til að
tjá sum viðhorf og sumar skoðanir en aðrar.
Tími, staðsetning og samhengi eru mikilvægir þættir þegar gæði í leikskólastarfi
eru metin (Dahlberg, Moss og Pence, 1999; Langsted, 1994; Moss, 1994). Þessi rann-
sókn fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og stóð í afmarkaðan tíma. Á
öðrum tíma, í öðru samhengi, gætu börn haft önnur viðhorf en hér koma fram, þar
sem raddir barna endurspegla að mörgu leyti þær aðstæður og það samhengi sem þau
eru í (kjörholt, 2005; kjörholt, Moss og Clark, 2005). Þegar við hlustum á börn þurfum
við því einnig að skoða á gagnrýninn hátt þær félagslegu og stofnanalegu aðstæður
sem þeim hafa verið skapaðar af hinum fullorðnu og þá valmöguleika sem börnunum
bjóðast. Bruner og fleiri (Bruner, 1996; Graue og Walsh, 1998; Saljö, 1991; Schweder,
1991) hafa bent á að menntun og kennsla eigi sér stað í menningarlegu samhengi og líf
barna og atferli sé hluti af félagslegu kerfi sem er sögulega og menningarlega staðsett.
Viðhorf og óskir barna og hvernig þau líta á þátttöku sína og áhrif er því háð umhverf-
inu og því samhengi sem þau lifa í.
hEiMildir
Balen, R., Holroyd, C., Mountain, G. og Wood, B. (2000/2001). Giving children a voice:
Methodological and practical implications of research involving children. Pediatric
Nursing, 12(10), 24–29.
Barker, J. og Weller, S. (2003). “Is it fun?” Developing children centered research
methods. International Journal of sociology and social policy, 1(2), 33–58.
Bogdan, R. og Biklen, S. k. (1998). Qualitative research in education: An introduction to
theory and methods. Boston: allyn and Bacon.
Bruner, J. (1996). The culture of education. Cambridge, Ma: Harvard University Press.
Cambell-Barr, V. (2003, september). Letting children have their say: What do children think
about childcare? Fyrirlestur á ráðstefnu European Early Childhood Research associ-
ation, Glasgow.
jóHanna e inarsdótt i r