Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 87
87
Tafla 5 – Bestu og erfiðustu reglurnar
Bestu reglurnar Erfiðustu reglurnar
Ekki meiða. * Sitja kyrr.*
Rétta upp hönd.* Ekki grípa fram í.*
Ekki fara yfir grindverkið.* Ekki klifra í trjám.
Stjórna valinu. Ekki hlaupa frá húsinu.
Þvo hendurnar. Vera stilltur.
Sitja kyrr. Fara í röð.
Sofa í hvíldinni. Ekki hlaupa og öskra inni.
Sitja við matarborðið. Hlusta.
klára matinn.
Ekki syngja við matarborðið.
Ekki skyrpa á mann.
Taka saman.
Ekki hlaupa á undan.
Ekki hafa hávaða.
Á leið í grunnskóla
Börnin sem tóku þátt í rannsókninni voru að ljúka leikskólagöngunni og byrja í grunn-
skóla að loknu sumarleyfi. Þau höfðu heimsótt grunnskólann og tekið þátt í kennslu-
stundum og fengið kynningu á því sem verið var að gera. Þrátt fyrir það höfðu þessi
börn nokkuð hefðbundna mynd af því sem þau myndu læra í grunnskólanum. Þau
töldu að þau myndu læra að lesa, skrifa, reikna, læra á tölvu og læra á spil, fara í sund
og í leikfimi. Mörg þeirra voru spennt og sögðust hlakka til að byrja í grunnskólanum.
Þau sögðust hlakka til að hitta systkini sín og krakka sem þau þekktu og vera í sama
skóla og þau. Ein stúlkan sagði t.d.: „Mig hlakkar til að leika við Palla [bróður], fara í
1. L, ef ég get það og sitja kyrr í skólanum á skólastólnum. Ég ætla að vera ótrúlega
stillt. Ég ætla að vera ótrúlega stillt.“ önnur nefndu að þau hlökkuðu til að fara í
íþróttasalinn, sem þau þekktu, fara í sund, fara í tölvutíma, fara í körfubolta og ein
stúlkan sagðist hlakka til að læra að lesa.
Sakna úr leikskólanum
Þegar börnin voru spurð að því í viðtölunum hvers þau myndu sakna þegar þau hættu
í leikskólanum nefndu þau önnur börn, starfsfólkið og leikföngin. Hér ræðir Guðmar
um að hann myndi helst sakna vina sinna þegar hann hætti í leikskólanum
Guðmar: Ég mundi bara sakna ara.
R: Þú mundir sakna ara?
Guðmar: Já.
R: Er hann vinur þinn?
jóHanna e inarsdótt i r