Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 54
4
ein helsta leiðin til að afla þekkingar, m.a. um náttúruna. Hann segir að undir þennan
leik megi ýta með því að koma börnum í aðstæður sem geri þeim mögulegt að leika
sér með efni á ýmsan máta og veki áhuga og athygli barnanna. Einnig megi gera þetta
með því að taka þátt í leiknum með börnunum og vekja athygli þeirra á ýmsu því sem
læra má af og ekki síður að taka eftir hvað það er sem vekur athygli og áhuga barn-
anna. Þarna hefur sú þekking og reynsla sem skapast hefur í leikskólastarfi margt að
gefa í skólastarf yngstu barnanna í grunnskóla.
Eðlisfræðikennsla barna á leikskólaaldri
Þó að lítið hafi verið um rannsóknir á náttúrufræðinámi barna á leikskólaaldri hefur
verið talsvert um það að börn fáist við viðfangsefni náttúrufræða í leikskóla. Oftar en
ekki er fengist við líffræðileg viðfangsefni en þó hefur verið nokkuð um verkefni á
sviði eðlisfræði (Howe, 1993; kristín Norðdahl, 1997; Sprung, 1996). Dæmi um athyglis-
verð eðlisfræðiverkefni fyrir leikskólabörn sem þróuð voru fyrir 1980 eru verkefni
sem kamii og DeVries (1993) gerðu og byggðu á kenningum Piaget um efnisþekkingu
og um mikilvægi félagsþroska fyrir nám. í þessum verkefnum var ekki lögð áhersla á
að kenna hugtök vísindanna heldur var markmiðið að gefa börnunum reynslugrunn
fyrir frekara nám og fá þau til að ræða saman um tilraunir sínar.
kennsla sem miðar að því að hjálpa börnum að þróa hugmyndir sínar í ákveðna átt
hlýtur að verða með dálítið öðrum hætti en kamii og DeVries (1993) leggja til, einkum
ætti kennarinn að hafa virkara hlutverk við að móta reynslu barnsins, beina athygli
þess að ákveðnum atriðum og kynna fyrir því ný hugtök. Harlen (2001) segir að engar
sannfærandi rannsóknir hafi verið gerðar sem sýni fram á að ein leið umfram aðra
hjálpi börnum að þróa hugmyndir sínar til frambúðar. Samt sem áður vísa rannsóknir
á hugmyndum barna og hugmyndir hugsmíðahyggju um nám á ákveðnar leiðir í
kennslunni. Samkvæmt Palmer (2005), sem hefur gert úttekt á líkönum um kennslu
í anda hugsmíðahyggju, eru ákveðnir þættir í kennslunni þeim flestum sameiginleg.
Þessir þættir eru eftirfarandi: í byrjun kennslu er mikilvægt að fá börnin til að tjá
skilning sinn á viðfangsefninu hverju sinni. í þessu samhengi bendir Robbins (2005)
á mikilvægi þess að hafa í huga að ung börn nota margar leiðir til að skipuleggja og
tjá hugsun sína. auk þess að tala syngja þau, svipbrigði þeirra segja oft til um hvernig
þau hugsa um hlutina, þau tala gjarnan við sjálf sig og teikna það sem þau eru að
hugsa um. Með því að vera vakandi fyrir öllum þeim leiðum sem börn nota til að tjá
sig fæst betri skilningur á því hvernig þau hugsa um viðfangsefnið hverju sinni.
í framhaldi af tjáningu barnanna er reynt að ögra hugmyndum þeirra sé þess þörf.
Þetta má gera á ýmsan hátt, með því að ræða mismunandi hugmyndir um viðfangs-
efnið hverju sinni eða gefa börnunum kost á nýrri reynslu sem gæti víkkað út fyrri
reynslu þeirra af viðfangsefninu og ögrað hugmyndum þeirra. Með því að ræða um
hugmyndir sínar við fullorðna og félaga sína gera börn sér oft betur grein fyrir hug-
myndum sínum. Hlutverk kennarans er að kynna börnunum nýjar hugmyndir ef þarf
og fá þau til að vega og meta ólíkar hugmyndir. Dewey (2000) lagði áherslu á að börn
læra ekki fyrst og fremst af reynslunni heldur af því að ígrunda reynsluna. Driver
(1983) ítrekaði þetta í gagnrýni sinni á uppgötvunarnám sem mikil áhersla var á í
„He imUr inn er al lUr raUðUr“