Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 14
14
markaðarins fyrir starfskrafta foreldra. í Finnlandi var framboð á opinberri dagvist
takmarkaðra, en þar voru sett lög um rétt foreldra ungra barna til umönnunargreiðslu
ef þau dvöldu ekki á dagvistarstofnun. Þá hafði sú staðreynd að finnskar mæður unnu
ekki hlutastörf í sama mæli og algengt var annars staðar á Norðurlöndum áhrif á eftir-
spurn eftir dagvistun (Rauhala o.fl., 1997). í Noregi var áherslan fyrst og fremst lögð á
hagsmuni barna en mjög takmarkað tillit tekið til þarfa vinnumarkaðarins. Framboð
á dagvist fyrir börn yngri en þriggja ára var takmarkað og fyrir eldri börnin var fram-
boðið mest á dvöl hluta úr degi (Sipilä, 1997). arnlaug Leira, sem hefur um árabil
rannsakað norska umönnunarstefnu, hefur gagnrýnt hversu lítið framboð hefur verið
á dagvist fyrir norsk börn. Niðurstaða hennar er að norsk velferðarstefna hafi ekki
verið mótuð í samræmi við þarfir barnafjölskyldna (Leira, 1992).
Þegar tölur yfir framboð á dagvist fyrir ólíka aldurshópa eru skoðaðar nánar verður
munurinn á milli Norðurlandanna mjög skýr, eins og meðfylgjandi tafla 1 sýnir. Hug-
takið dagvist (e. day care) vísar hér til dvalar barna á dagheimilum, leikskólum og hjá
dagmæðrum/foreldrum.
Tafla 1 – Hlutfall barna á aldrinum 0–2 ára og 3–6 ára í dagvist, Norðurlönd 1984.
0–2 ára 3–6 ára
Dagheimili/ Dagmæður Dagheimili/ Dagheimili/ Dagmæður
Leikskólar Leikskóli Leikskóli
Heils dags dvöl Dvöl hluta úr degi
Danmörk 18 23 43 8 7
Finnland 7 12 17 10 4
ísland 5 14 9 34 12
Noregur 6 1 16 25 1
Svíþjóð 17 13 33 21 19
Hanssen og Elvehøj, 1997:181;183
Tafla 1 sýnir að framboð á dagvistun fyrir börn var svipað á íslandi og í Noregi. Bæði
löndin buðu hlutfallslega litla dagvistun fyrir yngri börnin (0–3 ára), framboð á dvöl
fyrir þau eldri var meira en þar var einkum um dvöl hluta úr degi að ræða. Hérlendis
var dvöl hjá dagmæðrum algengari en í Noregi. Niðurstaða samanburðarrannsóknar
á þróun félagsþjónustu sveitarfélaga á Norðurlöndum styður þessa niðurstöðu, sam-
kvæmt henni átti ísland mest sameiginlegt með Noregi hvað varðaði þróun dagvistar
á níunda áratugnum. Bent var á að í báðum löndunum hefði megináherslan verið lögð
á uppeldisleg markmið og minna gætt áherslu á þarfir foreldra fyrir dagvist til að geta
sinnt þátttöku á vinnumarkaði (Guðný Björk Eydal o.fl., 1997; Rauhala o.fl., 1997).
Réttur til þriggja mánaða fæðingarorlofs fyrir allar vinnandi konur var tryggður
með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar árið 1975 (nr. 57) eða tveimur
árum eftir að fyrstu lögin um rekstur dagvistarheimila voru sett (Lög um hlutdeild rík-
isins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila nr. 29/1973). Það voru tveir þingmenn
sem hófu máls á þörfinni fyrir fæðingarorlof, þær Bjarnfríður Leósdóttir alþýðubanda-
lagi og Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokki. Bjarnfríður lagði fram þingsálykt-
ÞróUn og e inkenni í s lenskrar UmönnUnarstefnU 144–2004