Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 14
14 markaðarins fyrir starfskrafta foreldra. í Finnlandi var framboð á opinberri dagvist takmarkaðra, en þar voru sett lög um rétt foreldra ungra barna til umönnunargreiðslu ef þau dvöldu ekki á dagvistarstofnun. Þá hafði sú staðreynd að finnskar mæður unnu ekki hlutastörf í sama mæli og algengt var annars staðar á Norðurlöndum áhrif á eftir- spurn eftir dagvistun (Rauhala o.fl., 1997). í Noregi var áherslan fyrst og fremst lögð á hagsmuni barna en mjög takmarkað tillit tekið til þarfa vinnumarkaðarins. Framboð á dagvist fyrir börn yngri en þriggja ára var takmarkað og fyrir eldri börnin var fram- boðið mest á dvöl hluta úr degi (Sipilä, 1997). arnlaug Leira, sem hefur um árabil rannsakað norska umönnunarstefnu, hefur gagnrýnt hversu lítið framboð hefur verið á dagvist fyrir norsk börn. Niðurstaða hennar er að norsk velferðarstefna hafi ekki verið mótuð í samræmi við þarfir barnafjölskyldna (Leira, 1992). Þegar tölur yfir framboð á dagvist fyrir ólíka aldurshópa eru skoðaðar nánar verður munurinn á milli Norðurlandanna mjög skýr, eins og meðfylgjandi tafla 1 sýnir. Hug- takið dagvist (e. day care) vísar hér til dvalar barna á dagheimilum, leikskólum og hjá dagmæðrum/foreldrum. Tafla 1 – Hlut­fall barna á aldrinum 0–2 ára og 3–6 ára í dagvist­, Norð­urlönd 1984. 0–2 ára 3–6 ára Dagheimili/ Dagmæður Dagheimili/ Dagheimili/ Dagmæður Leikskólar Leikskóli Leikskóli Heils dags dvöl Dvöl hluta úr degi Danmörk 18 23 43 8 7 Finnland 7 12 17 10 4 ísland 5 14 9 34 12 Noregur 6 1 16 25 1 Svíþjóð 17 13 33 21 19 Hanssen og Elvehøj, 1997:181;183 Tafla 1 sýnir að framboð á dagvistun fyrir börn var svipað á íslandi og í Noregi. Bæði löndin buðu hlutfallslega litla dagvistun fyrir yngri börnin (0–3 ára), framboð á dvöl fyrir þau eldri var meira en þar var einkum um dvöl hluta úr degi að ræða. Hérlendis var dvöl hjá dagmæðrum algengari en í Noregi. Niðurstaða samanburðarrannsóknar á þróun félagsþjónustu sveitarfélaga á Norðurlöndum styður þessa niðurstöðu, sam- kvæmt henni átti ísland mest sameiginlegt með Noregi hvað varðaði þróun dagvistar á níunda áratugnum. Bent var á að í báðum löndunum hefði megináherslan verið lögð á uppeldisleg markmið og minna gætt áherslu á þarfir foreldra fyrir dagvist til að geta sinnt þátttöku á vinnumarkaði (Guðný Björk Eydal o.fl., 1997; Rauhala o.fl., 1997). Réttur til þriggja mánaða fæðingarorlofs fyrir allar vinnandi konur var tryggður með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar árið 1975 (nr. 57) eða tveimur árum eftir að fyrstu lögin um rekstur dagvistarheimila voru sett (Lög um hlutdeild rík- isins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila nr. 29/1973). Það voru tveir þingmenn sem hófu máls á þörfinni fyrir fæðingarorlof, þær Bjarnfríður Leósdóttir alþýðubanda- lagi og Ragnhildur Helgadóttir Sjálfstæðisflokki. Bjarnfríður lagði fram þingsálykt- Þró­Un og e inkenni í s­ lens­krar Um­önnUnars­tefnU 144–2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.