Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 16
16
almannatryggingalöggjöfin frá 1946 var fyllilega samanburðarhæf við löggjöf annarra
Norðurlanda á þeim tíma (Stefán ólafsson, 1999; Guðmundur Jónsson, 2001). ísland
átti á tímabilinu 1945–1975 í raun meira sameiginlegt með Ástralíu, Nýja Sjálandi
og Bandaríkjunum, þar sem réttindi kvenna til fæðingarorlofs voru skilgreind sem
viðfangsefni kjarasamninga (Gauthier, 1996; Guðný Björk Eydal, 2000a; 2005b). Þess
vegna voru lögin um fæðingarorlof 1980 mjög mikilvæg því þar eru skyldur ríkisins
til að styðja alla foreldra til þess að geta sinnt börnum sínum fyrstu mánuði eftir fæð-
ingu skilgreindar með skýrum hætti í fyrsta skipti.
Þó að á áttunda áratugnum hafi verið sett lög, bæði um dagvist og fæðingarorlof,
var ekki þar með sagt að ísland hafi veitt foreldrum sama stuðning og önnur Norður-
lönd. Eins og meðfylgjandi tafla (2) yfir umfang réttinda árið 1984 sýnir voru réttindin
takmarkaðri hérlendis.
Tafla 2 – Hlutfall barna í dagvistun, hlutfall sérmenntaðra starfsmanna í leikskólum,
réttur til fæðingarorlofs , opinber útgjöld vegna fæðingarorlofs og dagvistunar sem
hlutfall af þjóðartekjum, Norðurlönd 1984.
D F Í N S
Hlutfall barna 0–2 ára í dagvist 1) 37% 18% 14% 4% 25%
Hlutfall barna 3–6 ára í dagvist 47% 37% 41% 35% 65%
Hlutfall starfsmanna alls á hver 100 börn 2) 16,7 16,6 11.5 23,5 17,5
Hlutfall sérmenntaðra starfsmanna á hver 100 börn 10,3 13.3 4,3 8,4 16,9
Útgjöld vegna dagvistunar sem % af þjóðarframleiðslu 1,37 0,73 0,40 0,35 1,85
Útgjöld vegna fæðingar og umönnunar barna 0,30 0,50 0,20 0,18 0,66
sem % af þjóðarframleiðslu 3)
Réttur til greiðslna v/ fæðingarorlofs, fjöldi vikna 4)* 20 43 13 18 51
1) Hlutfall barna í dagvist (dagheimili, leikskólar, dagmæður): Tölur frá Sipilä 1997.
2) Hlutfall starfsmanna 1981: Tölur frá Social security in the Nordic countries: Scope expenditure and
financing 1984, 1987:90.
3) Útgjöld: Tölur frá Social security in the Nordic countries: Scope expenditure and financing 1984, 1987
útreikningar í Guðný Björk Eydal 2005a.
4) Réttur til fæðingarorlofs: Social security in the Nordic countries: Scope expenditure and financing 1984,
1987.
* Feður áttu rétt á að taka hluta orlofsins í öllum löndunum en sum löndin settu hámark á tímann
sem feður gátu nýtt (Finnland 112 daga, ísland 1/3 tímabilsins og Noregur 60 daga) (Social
security in the Nordic countries: Scope expenditure and financing 1984, 1987).
Taflan sýnir einnig að útgjöld íslands vegna umönnunar voru með því lægsta sem
gerðist meðal Norðurlandanna, einungis Noregur notaði svipað hlutfall þjóðartekna
til málaflokksins, en hin löndin mun hærra hlutfall. Þá þarf að hafa í huga þá stað-
reynd að hérlendis voru börn hlutfallslega fleiri og því þarf að skoða íslensku tölurnar
í því ljósi (Social security in the Nordic countries: Scope, expenditure and financing 1984,
1987). annað atriði, sem sýnir glögglega að hérlendis hafði málaflokkurinn ekki hlot-
ið sömu athygli og annars staðar á Norðurlöndum, var hlutfall fagmenntaðra starfs-
manna á dagvistarstofnunum sem var áberandi lægst hérlendis eins og einnig sést í
ofangreindri töflu.
ÞróUn og e inkenni í s lenskrar UmönnUnarstefnU 144–2004