Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 17
17
1980–1990: aukin Eftirspurn Eftir dagVistun
og lEnging fæðingarorlofs
Þrátt fyrir að opinber stuðningur vegna umönnunar barna væri jafn takmarkaður og
raun ber vitni voru íslenskar mæður mjög virkar á atvinnumarkaði og fæðingartíðni
hérlendis var (og er) hærri en á hinum Norðurlöndunum (Guðný Björk Eydal, 2005a;
Sigrún Júlíusdóttir, 1993). Rannsóknir benda til að íslenskir foreldrar hafi notað ýmis
ráð til að samþætta atvinnuþátttöku og umönnun ungra barna, þrátt fyrir takmark-
aðan stuðning. Foreldrar ungra barna unnu t.d. gjarnan utan hefðbundins vinnutíma
til að geta skipst á að gæta barna sinna (sjá t.d. köhler, 1990). Þá hafa rannsóknir
á högum íslenskra barnafjölskyldna sýnt að foreldrar ungra barna notuðu mjög fjöl-
breytileg gæsluúrræði til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar (Baldur
kristjánsson, 1989; Sigrún Júlíusdóttir, 1995). Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að álag
á barnafjölskyldur var mikið og að opinber fjölskyldustefna var lítið rædd af stjórn-
völdum (Sigrún Júlíusdóttir, 1993; 2001). í skýrslu um Dagvistun barna á forskólaaldri
og lífskjör foreldra sem Baldur kristjánsson vann árið 1989 vísar hann til könnunar sem
gerð var meðal 316 foreldra barna á aldrinum 4–5 ára. Niðurstöður sýndu að tveir af
hverjum þremur foreldrum töldu að stjórnvöld styddu frekar eða mjög illa við bakið
á foreldrum með forskólabörn.
Innan við 1 af hverjum 15 telja að stjórnvöld styðji vel við bakið á foreldrum með
forskólabörn. Reykvísku foreldrarnir eru mun óánægðari með stuðning stjórn-
valda en foreldrar í kaupstöðunum. Þannig eru yfir 70% reykvísku foreldranna
þeirrar skoðunar að stjórnvöld styðji frekar eða mjög illa við bakið á foreldrum
með forskólabörn, en rétt rúmlega 50% aðspurðra foreldra í kaupstöðum (Bald-
ur kristjánsson, 1989, bls. 48).
í niðurstöðum Baldurs kemur fram að margt bendi til að kjör, dagvistunarmál og hús-
næðismál vegi þungt þegar leita eigi skýringa á þessari óánægju foreldranna.
Á níunda áratugnum voru gerðar breytingar á fæðingarorlofi. Eftir að fjöldi frum-
varpa hafði verið fluttur á alþingi, flest af þingmönnum kvennalista, skipaði Ragn-
hildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, nefnd sem gerði tillögur
um lengingu orlofsins. Árið 1987 voru samþykkt lög um að fæðingarorlof skyldi fram-
lengt í áföngum um mánuð í senn. Árið 1990 varð fæðingarorlof sex mánuðir í stað
þriggja áður (Lög um fæðingarorlof nr. 57/1987).
Það sem einkenndi þróunina á níunda áratugnum var vaxandi þörf fyrir dagvist og
kröfur um aukinn stuðning. Þessari eftirspurn var mætt að vissu marki með aukningu
á dagvist og lengra fæðingarorlofi en engar grundvallarbreytingar voru gerðar á lög-
gjöfinni. Eftirspurn eftir þjónustu var áfram mun meiri en framboð.
gUðný Björk eydal