Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 17

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 17
17 1980–1990: auk­in Eftirspurn Eftir dagVistun og lEnging fæð­ingarorlofs Þrátt fyrir að opinber stuðningur vegna umönnunar barna væri jafn takmarkaður og raun ber vitni voru íslenskar mæður mjög virkar á atvinnumarkaði og fæðingartíðni hérlendis var (og er) hærri en á hinum Norðurlöndunum (Guðný Björk Eydal, 2005a; Sigrún Júlíusdóttir, 1993). Rannsóknir benda til að íslenskir foreldrar hafi notað ýmis ráð til að samþætta atvinnuþátttöku og umönnun ungra barna, þrátt fyrir takmark- aðan stuðning. Foreldrar ungra barna unnu t.d. gjarnan utan hefðbundins vinnutíma til að geta skipst á að gæta barna sinna (sjá t.d. köhler, 1990). Þá hafa rannsóknir á högum íslenskra barnafjölskyldna sýnt að foreldrar ungra barna notuðu mjög fjöl- breytileg gæsluúrræði til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar (Baldur kristjánsson, 1989; Sigrún Júlíusdóttir, 1995). Einnig hafa rannsóknir leitt í ljós að álag á barnafjölskyldur var mikið og að opinber fjölskyldustefna var lítið rædd af stjórn- völdum (Sigrún Júlíusdóttir, 1993; 2001). í skýrslu um Dagvistun barna á forskólaaldri og lífskjör foreldra sem Baldur kristjánsson vann árið 1989 vísar hann til könnunar sem gerð var meðal 316 foreldra barna á aldrinum 4–5 ára. Niðurstöður sýndu að tveir af hverjum þremur foreldrum töldu að stjórnvöld styddu frekar eða mjög illa við bakið á foreldrum með forskólabörn. Innan við 1 af hverjum 15 telja að stjórnvöld styðji vel við bakið á foreldrum með forskólabörn. Reykvísku foreldrarnir eru mun óánægðari með stuðning stjórn- valda en foreldrar í kaupstöðunum. Þannig eru yfir 70% reykvísku foreldranna þeirrar skoðunar að stjórnvöld styðji frekar eða mjög illa við bakið á foreldrum með forskólabörn, en rétt rúmlega 50% aðspurðra foreldra í kaupstöðum (Bald- ur kristjánsson, 1989, bls. 48). í niðurstöðum Baldurs kemur fram að margt bendi til að kjör, dagvistunarmál og hús- næðismál vegi þungt þegar leita eigi skýringa á þessari óánægju foreldranna. Á níunda áratugnum voru gerðar breytingar á fæðingarorlofi. Eftir að fjöldi frum- varpa hafði verið fluttur á alþingi, flest af þingmönnum kvennalista, skipaði Ragn- hildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, nefnd sem gerði tillögur um lengingu orlofsins. Árið 1987 voru samþykkt lög um að fæðingarorlof skyldi fram- lengt í áföngum um mánuð í senn. Árið 1990 varð fæðingarorlof sex­ mánuðir í stað þriggja áður (Lög um fæðingarorlof nr. 57/1987). Það sem einkenndi þróunina á níunda áratugnum var vax­andi þörf fyrir dagvist og kröfur um aukinn stuðning. Þessari eftirspurn var mætt að vissu marki með aukningu á dagvist og lengra fæðingarorlofi en engar grundvallarbreytingar voru gerðar á lög- gjöfinni. Eftirspurn eftir þjónustu var áfram mun meiri en framboð. gUð­ný Björk ey­dal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.