Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 90
0
orðnu hefðu síðasta orðið. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri niðurstöður í
íslenskum leikskólum (Jóhanna Einarsdóttir, 2003) og niðurstöður Ingrid Pramling
Samuelson í Svíþjóð (Pramling, klerfelt og Graneld, 2001; Pramling Samuelsson og
Graneld, 1993). Þetta er umhugsunarvert, ekki í síst í ljósi þess að í aðalnámskrá leik-
skóla er lögð áhersla á að í leikskólum séu börnum kennd lýðræðisleg vinnubrögð,
þau taki þátt í ákvörðunum og áætlunargerð og finni að tekið sé tillit til óska þeirra
(Menntamálaráðuneytið, 1999). í lögum um leikskóla er einnig kveðið á um að í leik-
skólanum skuli lagður grunnur að því að börn verði virkir og ábyrgir þátttakendur í
lýðræðisþjóðfélagi (Lög um leikskóla. Nr. 78/1994).
Þrátt fyrir töluverðan einstaklingsmun og margbreytileg viðhorf má lesa úr gögn-
um þessarar rannsóknar að leikur og góð samskipti við önnur börn skiptir flest börnin
meginmáli, sem er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á því sem skiptir leik-
skólabörn mestu máli (Cambell-Barr, 2003; Dupree, Bertram og Pascal, 2001; Jóhanna
Einarsdóttir, 2003; Sheridan, 2001; Tauriainen, 2000). Þessar niðurstöður eru einnig í
fullu samræmi við stefnu íslenskra leikskóla sem fram kemur í markmiðsgrein laga
um leikskóla (Lög um leikskóla. Nr. 78/1994) og aðalnámskrá leikskóla (Menntamála-
ráðuneytið, 1999).
Börnunum sem þátt tóku í rannsókninni fannst einnig mikilvægt að hafa val um
viðfangsefni og mörgum fannst verkefni sem kröfðust þess að þau sætu hljóð og færu
eftir fyrirmælum vera erfið eða leiðinlegt. Spyrja má hvort draga megi þá ályktun
af þessum niðurstöðum að leikskólakennarar ættu að draga úr skipulögðu starfi og
bjóða upp á meira val í leikskólanum? Ég tel vafasamt að túlka niðurstöðurnar alfarið
á þann veg, en tel að starfsfólk þurfi sífellt að endurskoða og endurmeta skipulag leik-
skólastarfsins; bæði þau skipulögðu verkefni og afmörkuðu stundir sem börnunum
bjóðast og fyrirkomulag á vali og möguleikum barnanna til ákvarðanatöku um eigið
nám. kjörholt og samstarfsfólk hennar (kjörholt, 2005; kjörholt, Moss og Clark, 2005)
hafa fjallað á gagnrýnan hátt um túlkun og viðbrögð við niðurstöðum rannsókna með
börnum. Þau hafa varað við því að leggja ofuráherslu á frelsi og val barnanna til að
mæta einstaklingsóskum og benda á þá hættu að aðrir nauðsynlegir þættir, eins og
umhyggja, væntumþykja, samvinna og samstaða, geti þá fallið í skuggann þar sem
það eru e.t.v. þættir sem börn geta átt erfitt með að tjá þörfina fyrir. Ekki verði heldur
fram hjá ábyrgð og áhrifum kennarans litið. Virðing fyrir hæfni barna og viðurkenn-
ing á réttindum þeirra dregur ekki úr ábyrgð hins fullorðna. Þetta er í samræmi við
hugmyndir Deweys sem lagði áherslu á að tillit væri tekið til óska og áforma nem-
enda en varaði við að stundaráhugi barnsins fengi að ráða. Hann lagði áherslu á mikil-
vægi samskipta barnsins og kennarans og á hlutverk kennarans sem skipuleggjanda
(Dewey, 2000).
Þessi rannsókn er byggð á þeirri sýn að börn séu sterk og hæf og eigi rétt á að láta
í ljósi skoðanir sínar en þar með er ekki gert lítið úr mikilvægi umhyggju og verndar
barna. Þvert á móti. Ung börn eru viðkvæm og oft varnarlaus og hafa þörf fyrir um-
hyggju og vernd. Nel Noddings (1984; 1992) telur að umhyggja (care) sé undirstaða
menntunar og náms og eitt meginmarkmið skólastarfs sé að veita börnum umhyggju,
kenna þeim að sýna umhyggju og þiggja hana. Vernd og umhyggja fyrir börnum er
ekki í mótsögn við það að börn hafi hæfni og rétt til þátttöku og áhrifa, miklu fremur
l e ikskól inn frÁ s jónarHól i Barna