Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 90

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Síða 90
0 orðnu hefðu síðasta orðið. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri niðurstöður í íslenskum leikskólum (Jóhanna Einarsdóttir, 2003) og niðurstöður Ingrid Pramling Samuelson í Svíþjóð (Pramling, klerfelt og Graneld, 2001; Pramling Samuelsson og Graneld, 1993). Þetta er umhugsunarvert, ekki í síst í ljósi þess að í aðalnámskrá leik- skóla er lögð áhersla á að í leikskólum séu börnum kennd lýðræðisleg vinnubrögð, þau taki þátt í ákvörðunum og áætlunargerð og finni að tekið sé tillit til óska þeirra (Menntamálaráðuneytið, 1999). í lögum um leikskóla er einnig kveðið á um að í leik- skólanum skuli lagður grunnur að því að börn verði virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi (Lög um leikskóla. Nr. 78/1994). Þrátt fyrir töluverðan einstaklingsmun og margbreytileg viðhorf má lesa úr gögn- um þessarar rannsóknar að leikur og góð samskipti við önnur börn skiptir flest börnin meginmáli, sem er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á því sem skiptir leik- skólabörn mestu máli (Cambell-Barr, 2003; Dupree, Bertram og Pascal, 2001; Jóhanna Einarsdóttir, 2003; Sheridan, 2001; Tauriainen, 2000). Þessar niðurstöður eru einnig í fullu samræmi við stefnu íslenskra leikskóla sem fram kemur í markmiðsgrein laga um leikskóla (Lög um leikskóla. Nr. 78/1994) og aðalnámskrá leikskóla (Menntamála- ráðuneytið, 1999). Börnunum sem þátt tóku í rannsókninni fannst einnig mikilvægt að hafa val um viðfangsefni og mörgum fannst verkefni sem kröfðust þess að þau sætu hljóð og færu eftir fyrirmælum vera erfið eða leiðinlegt. Spyrja má hvort draga megi þá ályktun af þessum niðurstöðum að leikskólakennarar ættu að draga úr skipulögðu starfi og bjóða upp á meira val í leikskólanum? Ég tel vafasamt að túlka niðurstöðurnar alfarið á þann veg, en tel að starfsfólk þurfi sífellt að endurskoða og endurmeta skipulag leik- skólastarfsins; bæði þau skipulögðu verkefni og afmörkuðu stundir sem börnunum bjóðast og fyrirkomulag á vali og möguleikum barnanna til ákvarðanatöku um eigið nám. kjörholt og samstarfsfólk hennar (kjörholt, 2005; kjörholt, Moss og Clark, 2005) hafa fjallað á gagnrýnan hátt um túlkun og viðbrögð við niðurstöðum rannsókna með börnum. Þau hafa varað við því að leggja ofuráherslu á frelsi og val barnanna til að mæta einstaklingsóskum og benda á þá hættu að aðrir nauðsynlegir þættir, eins og umhyggja, væntumþykja, samvinna og samstaða, geti þá fallið í skuggann þar sem það eru e.t.v. þættir sem börn geta átt erfitt með að tjá þörfina fyrir. Ekki verði heldur fram hjá ábyrgð og áhrifum kennarans litið. Virðing fyrir hæfni barna og viðurkenn- ing á réttindum þeirra dregur ekki úr ábyrgð hins fullorðna. Þetta er í samræmi við hugmyndir Deweys sem lagði áherslu á að tillit væri tekið til óska og áforma nem- enda en varaði við að stundaráhugi barnsins fengi að ráða. Hann lagði áherslu á mikil- vægi samskipta barnsins og kennarans og á hlutverk kennarans sem skipuleggjanda (Dewey, 2000). Þessi rannsókn er byggð á þeirri sýn að börn séu sterk og hæf og eigi rétt á að láta í ljósi skoðanir sínar en þar með er ekki gert lítið úr mikilvægi umhyggju og verndar barna. Þvert á móti. Ung börn eru viðkvæm og oft varnarlaus og hafa þörf fyrir um- hyggju og vernd. Nel Noddings (1984; 1992) telur að umhyggja (care) sé undirstaða menntunar og náms og eitt meginmarkmið skólastarfs sé að veita börnum umhyggju, kenna þeim að sýna umhyggju og þiggja hana. Vernd og umhyggja fyrir börnum er ekki í mótsögn við það að börn hafi hæfni og rétt til þátttöku og áhrifa, miklu fremur l e iks­kó­l inn frÁ s­ jó­narHó­l i Barna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.