Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 13
13
áttundi áratugurinn – lög uM dagVist
og fæðingarorlof
Áttunda áratuginn má skilgreina sem tíma mikilla breytinga. Lög um hlutdeild rík-
isins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila (nr. 29/1973) voru sett árið 1973 og í
kjölfarið fylgdu fyrstu lög, sett 1975, um fæðingarorlof mæðra á vinnumarkaði (Lög
um atvinnuleysistryggingar nr. 57/1973). Með þessari lagasetningu hafði ríkisvaldið
skilgreint það sem hlutverk opinberra aðila að styðja foreldra með markvissum hætti
til að annast ung börn sín, bæði með greiðslum og uppbyggingu dagvistarþjónustu.
Á sjöunda og áttunda áratugnum jókst umræða um mikilvægi opinberrar dagvist-
ar á Norðurlöndum og öll löndin settu sér löggjöf um málefnið, Danmörk árið 1964,
Finnland, ísland og Svíþjóð árið 1973 og loks Noregur árið 1975 (Sipilä, 1997). Lög-
gjöfin átti það sammerkt að gert var ráð fyrir algildum rétti, opinberum reglum um
starfsemina og að hún væri niðurgreidd. öll löndin skilgreindu það sem ábyrgð sveit-
arfélaga að standa fyrir uppbyggingu þjónustunnar (Guðný Björk Eydal, Ingibjörg
Broddadóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Sigurveig H. Sigurðardóttir, 1997; Leira, 1987;
Rostgaard og Fridberg, 1998; Sipilä, 1997).
Eins og bent var á í upphafi hafa meginrökin fyrir því að byggja upp dagvistarþjón-
ustu verið annars vegar að veita börnum bestu möguleg uppvaxtarskilyrði og hins
vegar að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. í grein-
argerð með íslenska lagafrumvarpinu frá 1973 eru báðar röksemdirnar notaðar, en
meiri áhersla er lögð á þarfir barna (Alþt. 1973–74. 94. lögþ. a:3). í markmiðsgrein laga
um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarheimila (nr. 29/1973) sagði:
„Markmiðið með starfsemi dagvistunarheimila er að gefa börnum kost á að njóta
handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er
efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra“. Sú staðreynd að dagvistarmál heyrðu
samkvæmt lögunum undir menntamálaráðuneyti bendir til að þau hafi frá upphafi
verið skilgreind sem skólamál og hagsmunamál barna, frekar en félags- eða vinnu-
markaðsmál sem hefðu heyrt undir ráðuneyti félagsmála.
Árið 1981 var samþykkt á alþingi breyting á lögum um uppbyggingu og rekstur
dagheimila (nr. 112/1976). Breytingartillagan var flutt af Guðrúnu Helgadóttur, þing-
manni alþýðubandalagsins, sem lagði til að bætt yrði inn í lögin ákvæði um að gerð
yrði námskrá á vegum menntamálaráðuneytis sem kvæði nánar á um markmið og
leiðir í uppeldisstarfi á dagvistarheimilum (Alþt. 1980–91, 103. lögþ. a:546). í með-
förum þingsins var orðinu námskrá skipt út fyrir orðið starfsáætlun og þannig var
tillagan samþykkt (Alþt. 1980–91, 103. lögþ. B:4727). Þessi breyting verður að skoðast
sem skref í þá átt að skilgreina starf leikskóla og dagheimila sem hluta af skólakerfinu
(Guðný Björk Eydal o.fl., 1997).
Þrátt fyrir framangreindar sameiginlegar megináherslur allra Norðurlandanna
varðandi löggjöf um dagvistarmál kemur í ljós að þau dagvistarlíkön sem Norður-
löndin þróuðu eru ólík um margt (Rauhala, anderson, Eydal, ketola og Warming,
1997; Rostgaard o.fl., 1998; Sipilä, 1997). í Danmörku og Svíþjóð einkenndist þróunin
fyrst og fremst af miklu framboði á dagvistarþjónustu. í báðum löndunum var auk
áherslu á að mæta þörfum barna fyrir dagvistun lögð áhersla á að mæta þörfum vinnu-
gUðný Björk eydal