Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 12
12
ítrekað frumvörp um málið en án árangurs (Alþt. 1963, 84. lögþ. a:215; Alþt. 1964, 85.
lögþ. a:68; Alþt. 1965; 86. lögþ. a:52). Flutningsmenn bentu á að samfélagslegar breyt-
ingar hefðu haft þau áhrif að þörf væri á auknum stuðningi hins opinbera í þessum
efnum. En þrátt fyrir stuðning frá ýmsum samtökum kvenna, t.d. kvenréttindafélagi
íslands, við þetta mál fékk frumvarpið ekki brautargengi á alþingi.
Forsaga laga um fæðingarorlof er um margt svipuð. Það mál var einnig rætt talsvert
fyrst eftir að lög um almannatryggingar höfðu verið sett 1946 og svo aftur í upphafi
sjöunda áratugarins þegar Margrét Sigurðardóttir, þingmaður alþýðubandalagsins,
flutti frumvarp um málið. Fyrir 1946 var að finna ákvæði um fæðingarstyrki í lögum
um alþýðutryggingar nr. 50/1936 og í lögum um meðgjöf með óskilgetnum börnum
nr. 4/1900. Segja má að í lögum um almannatryggingar frá 1946 (nr. 50/1946) hafi
verið að finna vísi að réttindum til greiðslna til mæðra í fæðingarorlofi. Samkvæmt
lögunum áttu allar mæður rétt á 80 kr. greiðslu við fæðingu en „þar að auki áttu þær,
sem stunduðu vinnu utan heimilis að fá til viðbótar 140 krónur á mánuði í þrjá mán-
uði, gift kona þó því aðeins að maður hennar gæti ekki séð heimilinu farborða“ (Lög
um almannatryggingar nr. 50/1946). Þetta fyrirkomulag var gagnrýnt af Skúla Guð-
mundssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem benti á að hér væri verið að gera
upp á milli mæðra og réttlátara væri að allar mæður ættu sama rétt. Eftir ítrekaðar
tilraunir til að ná fram breytingum náði þetta sjónarmið hans fram að ganga og lögun-
um var breytt árið 1950 (Alþt. 1950, 70. lögþ. a:238).
Eftir þessa breytingu varð styrkur vegna fæðingar sama upphæð fyrir allar mæður
og upphæðin var miðuð við kostnað við fæðingu á fæðingarstofnun. Mæður fengu
upphæðina einungis greidda ef um heimafæðingar var að ræða en annars rann hún
beint til viðkomandi heilbrigðisstofnunar (Guðný Björk Eydal, 2005a). Eftir þessa
breytingu varð hlé á tillögum um breytta tilhögun fæðingarorlofs þar til árið 1960 en
þá mælti Margrét Sigurðardóttir, þingmaður alþýðubandalagsins, fyrir frumvarpi um
þriggja mánaða fæðingarorlof til allra vinnandi mæðra. Margrét benti á að mæður í til-
teknum stéttarfélögum hefðu öðlast slíkan rétt, t.d. opinberir starfsmenn með lögum
um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna (nr. 38/1954), og því væri mikilvægt að
tryggja öllum vinnandi konum slík réttindi. Frumvarpi Margrétar var vísað til ríkis-
stjórnarinnar (Guðný Björk Eydal, 2005a).
Þessi atburðarás sýnir að á þessu tímabili, 1944–1972, skilgreindu íslensk stjórnvöld
umönnun ungra barna fyrst og fremst sem verkefni og ábyrgð foreldra. Þó að dag-
heimili og leikskólar fengju rekstrarstyrki af opinberu fé taldi ríkisvaldið ekki þörf á
að setja löggjöf um málaflokkinn. kostnaði vegna fæðingar barns var einungis mætt
með styrkjum vegna kostnaðar við sjálfa fæðinguna en ekki vegna umönnunar barns-
ins á fyrsta æviskeiðinu, m.ö.o. foreldrar báru sjálfir annan kostnað. Opinber stuðning-
ur fólst í heilbrigðisþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd sem stóð öllum mæðrum til
boða án endurgjalds, en markviss stuðningur vegna umönnunar var ekki fyrir hendi.
ÞróUn og e inkenni í s lenskrar UmönnUnarstefnU 144–2004