Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 01.07.2006, Blaðsíða 12
12 ítrekað frumvörp um málið en án árangurs (Alþt. 1963, 84. lögþ. a:215; Alþt. 1964, 85. lögþ. a:68; Alþt. 1965; 86. lögþ. a:52). Flutningsmenn bentu á að samfélagslegar breyt- ingar hefðu haft þau áhrif að þörf væri á auknum stuðningi hins opinbera í þessum efnum. En þrátt fyrir stuðning frá ýmsum samtökum kvenna, t.d. kvenréttindafélagi íslands, við þetta mál fékk frumvarpið ekki brautargengi á alþingi. Forsaga laga um fæðingarorlof er um margt svipuð. Það mál var einnig rætt talsvert fyrst eftir að lög um almannatryggingar höfðu verið sett 1946 og svo aftur í upphafi sjöunda áratugarins þegar Margrét Sigurðardóttir, þingmaður alþýðubandalagsins, flutti frumvarp um málið. Fyrir 1946 var að finna ákvæði um fæðingarstyrki í lögum um alþýðutryggingar nr. 50/1936 og í lögum um meðgjöf með óskilgetnum börnum nr. 4/1900. Segja má að í lögum um almannatryggingar frá 1946 (nr. 50/1946) hafi verið að finna vísi að réttindum til greiðslna til mæðra í fæðingarorlofi. Samkvæmt lögunum áttu allar mæður rétt á 80 kr. greiðslu við fæðingu en „þar að auki áttu þær, sem stunduðu vinnu utan heimilis að fá til viðbótar 140 krónur á mánuði í þrjá mán- uði, gift kona þó því aðeins að maður hennar gæti ekki séð heimilinu farborða“ (Lög um almannatryggingar nr. 50/1946). Þetta fyrirkomulag var gagnrýnt af Skúla Guð- mundssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, sem benti á að hér væri verið að gera upp á milli mæðra og réttlátara væri að allar mæður ættu sama rétt. Eftir ítrekaðar tilraunir til að ná fram breytingum náði þetta sjónarmið hans fram að ganga og lögun- um var breytt árið 1950 (Alþt. 1950, 70. lögþ. a:238). Eftir þessa breytingu varð styrkur vegna fæðingar sama upphæð fyrir allar mæður og upphæðin var miðuð við kostnað við fæðingu á fæðingarstofnun. Mæður fengu upphæðina einungis greidda ef um heimafæðingar var að ræða en annars rann hún beint til viðkomandi heilbrigðisstofnunar (Guðný Björk Eydal, 2005a). Eftir þessa breytingu varð hlé á tillögum um breytta tilhögun fæðingarorlofs þar til árið 1960 en þá mælti Margrét Sigurðardóttir, þingmaður alþýðubandalagsins, fyrir frumvarpi um þriggja mánaða fæðingarorlof til allra vinnandi mæðra. Margrét benti á að mæður í til- teknum stéttarfélögum hefðu öðlast slíkan rétt, t.d. opinberir starfsmenn með lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna (nr. 38/1954), og því væri mikilvægt að tryggja öllum vinnandi konum slík réttindi. Frumvarpi Margrétar var vísað til ríkis- stjórnarinnar (Guðný Björk Eydal, 2005a). Þessi atburðarás sýnir að á þessu tímabili, 1944–1972, skilgreindu íslensk stjórnvöld umönnun ungra barna fyrst og fremst sem verkefni og ábyrgð foreldra. Þó að dag- heimili og leikskólar fengju rekstrarstyrki af opinberu fé taldi ríkisvaldið ekki þörf á að setja löggjöf um málaflokkinn. kostnaði vegna fæðingar barns var einungis mætt með styrkjum vegna kostnaðar við sjálfa fæðinguna en ekki vegna umönnunar barns- ins á fyrsta æviskeiðinu, m.ö.o. foreldrar báru sjálfir annan kostnað. Opinber stuðning- ur fólst í heilbrigðisþjónustu, mæðra- og ungbarnavernd sem stóð öllum mæðrum til boða án endurgjalds, en markviss stuðningur vegna umönnunar var ekki fyrir hendi. Þró­Un og e inkenni í s­ lens­krar Um­önnUnars­tefnU 144–2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.